fbpx
Fókus

„Algjör viðbjóður“

Fókus
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 10:45

Inga Lind Karlsdóttir, lögfræðingur, fjölmiðla- og stjórnmálamaður, greinir frá heldur leiðinlegri lífreynslu á Facebook-síðu sinni.

Hundurinn hennar Pablo asnaðist til að velta sér upp úr mannaskít sem varð á vegi hans í Garðabænum. Inga Lind greinir frá því að hún hafi þurft að þvo hundinn í það minnsta fimm sinnum.

„Pablo fann mannaskít í göngutúrnum sínum í morgun og ákvað að velta sér vel og vandlega upp úr honum. Æðislegt alveg. Hér sést hann í fimmta baði dagsins,“ segir Inga Lind og birtir mynd af hundinum í bala.

Eðlilega eru flestir á þeirri skoðun að þetta sé hinn mesti viðbjóður. Ein vinkona hennar spyr hvort þetta hafi verið eftir ferðamenn. „Ég veit! Algjör viðbjóður. Varla túristakúkur, þetta var bara á göngustíg hér í hverfinu,“ segir Inga Lind.

Fréttamaðurinn fyrrverandi, Árni Snævarr, skrifar athugasemd og segir: „Enginn er verri þótt hann hafi velt sér upp úr mannaskít.“

 

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Olga er með ólæknandi krabbamein: „Það er mikilvægt að velta dauðanum fyrir sér og taka hann í sátt“

Olga er með ólæknandi krabbamein: „Það er mikilvægt að velta dauðanum fyrir sér og taka hann í sátt“
Fókus
Í gær

Biggi lögga vill að flugfélögin komi hreint fram – „Af hverju samþykkja neytendur svona hegðun?“

Biggi lögga vill að flugfélögin komi hreint fram – „Af hverju samþykkja neytendur svona hegðun?“
Fókus
Í gær

Zac Efron þakkar fyrir afmæliskveðjurnar – Staddur í Reykjavík

Zac Efron þakkar fyrir afmæliskveðjurnar – Staddur í Reykjavík
Fókus
Í gær

Ísak Marvins – Stórbrotin verk, full af smáatriðum

Ísak Marvins – Stórbrotin verk, full af smáatriðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorbjörn lést á mánudag fimm dögum eftir ákall móður hans – „Elsku fallegi sonur minn, hvíl í friði“

Þorbjörn lést á mánudag fimm dögum eftir ákall móður hans – „Elsku fallegi sonur minn, hvíl í friði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sólrún Diego sýnir fullkomið öryggiskerfi í höllinni

Sólrún Diego sýnir fullkomið öryggiskerfi í höllinni