fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Frægir sem féllu í skóla

Auður Ösp
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fall á prófi þar ekki að þýða endalok alls. Hefðbundið bóknám hentar ekki öllum og staðreyndin er einfaldlega sú að sumum hentar betur að sækja sér menntun í skóla lífisins. Metro tók nýlega saman nokkra þekkta einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á hinum ýmsu sviðum þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í námi.

J.K.Rowling

Það má velta vöngum yfir því hvort Harry Potter bókaserían hefði orðið til ef að J. K Rowling hefði fengið inngöngu í Oxford á sínum tíma?

Öskubuskusaga Joanne Rowling, eða J.K Rowling er mörgum kunn. Þegar höfundur Harry Potter bókanna var yngri setti hún stefnuna á að læra tungumál við hinn virta Oxford háskóla en umsókn hennar um skólavist var hins vegar hafnað af þeirri ástæðu að hún var ekki með nógu háa einkunn á hinum svokölluðu A level prófum. Umrædd próf eru sambærileg stúdentsprófi á Íslandi og geta í mörgum tilfellið skorið úr um framtíð breskra ungmenna.

Rowling fékk þó inngöngu í háskólann í Exeter og útskrifaðist þaðan með gráðu í grísku og þýsku. Velgengni Harry Potter bókanna á sér fá fordæmi en yfir 450 milljón bækur hafa selst á heimsvísu og eru auðæfi Joanne í dag metin á rúmlega 650 milljónir Bandaríkjadala.

 

Simon Cowell

Velgengi American Idol, X Factor og America´s Got Talent þáttanna má að miklu leyti þakka tónlistarmógúlnum Simon Cowell enda þiggur hann engin smálaun fyrir vinnu sína. Eignir hans eru í dag metnar á rúmlega 550 milljónir Bandaríkjadala en á yngri árum var fátt sem benti til að hann ætti eftir að lifa í allsnægtum.

Simon er aðeins með grunnskólamenntun en í stað þess að fara í framhaldsskóla fór hann og reddaði sér vinnu hjá EMI upptökurisanum. Byrjaði hann að vinna í póstherberginu og vann sig síðan upp með botnlausum áhuga og dugnaði. Það virðist hafa skilað sér.

Harry Bretaprins

 Hinrik „Harry“ Bretaprins, hertoginn af Sussex hlaut menntun í fínum einkaskólum en féll engu að síður í landafræði á lokaprófi úr framhaldsskóla. Það virðist þó ekki hafa verið honum mikil hindrun í lífinu. Hann er í dag sendiherra breska hersins og hefur ferðast víða um heim til að sinna góðgerðarmálefnum.

Richard Branson

Saga viðskiptajöfursins Richard Branson er ævintýri líkust. Richard er lesblindur og átti erfitt uppdráttar í skóla. Í ævisögu sinni segir hann frá því hvernig hefðbundið bóknám hentaði honum illa. Hann var alltaf viss um að honum myndi ganga betur eins síns liðs úti í hinum stóra heimi. Skólagöngu hans lauk þegar hann var 16 ára gamall og hellti hann sér þá út í fyrirtækjarrekstur. Restina af sögunni þekkja allir.

Benedickt Cumberbatch

Hollywood leikarinn Benedickt Cumberbatch útskrifaðist úr grunnskóla með hæstu einkunn og var því undir mikilli pressu þegar kom að lokaprófum í framhaldsskóla. Segir hann flesta hafa búist við því að hann myndi útskrifast með glans, en svo varð ekki. „Ég þroskaðist seint. Ég uppgvötvaði stelpur, gras og alls kyns hluti og varð latur,“ segir hann og bætir við að námið hafi þar af leiðandi fengið að sitja á hakanum. Menntunarskortur virðist þó ekki hafa verið honum til mikils trafala þar sem hann er í dag einn eftirsóttasti leikarinn í Hollywood og hefur hlotið fjölda verðalauna fyrir hlutverk sín á sviði og í kvikmyndum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki