fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Bam Margera rændur: „Fyrst voru það sígaunar á Spáni, síðan rapparar á Íslandi“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jackass stjarnan Bam Margera komst í hann krappan í Kólumbíu í gær þegar hann var rændur í leigubíl. Hann greinir frá þessari lífsreynslu í myndskeiði á Instagram.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bam lendir í átökum á ferðalagi erlendis en hann komst í fréttirnar hér á landi árið 2015 þegar ráðist var á hann á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Að sögn aðstandenda hátíðarinnar var hann í annarlegu ástandi og áreitti nærstadda. Hér má sjá frétt DV um málið. Hann komst einnig í fréttirnar á Íslandi árið 2012 þegar hann olli tjóni á leigubifreið bílaleigunnar Hertz.

Bam hætti að drekka í janúarbyrjun eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvunarakstur í Los Angeles.

Í nýlegu myndskeiði á Instagram greinir Bam frá raunum sínum en hann er með yfir 1,5 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum. Segist hann vera einn á ferð í Cartagena og eftir að hafa lent á flugvellinum hafi hann tekið leigubíl á hótelið. „Og ég gat ekki talað spænsku og þeir gátu ekki talað ensku. Það endaði með því að þeir skrifuðu skilaboð á símann, létu símann þýða yfir á ensku og sýndu mér,“ segir hann en í umræddum skilaboðum stóð:„Tæmdu veskið þitt.“

Bam segir bílstjórann og hinn manninn sem var með honum í bílnum hafa dregið upp byssur og þorði hann því ekki öðru en að hlýða. „Sem ég gerði, og ég var með fimm hundruð dollara. Þeir slepptu mér. Þetta var skrýtið. Velkomin til Kólumbíu!“

Hann birtir annað myndskeið á Instagram skömmu síðar þar sem hann opnar flösku af Club Colombia Dorada pilsner bjór og segir að svona sé það að vera „aleinn,leiður og rændur.“

Önnur stjarna úr Jacksass þáttunum og náinn vinur Bam, Chris Pontius, ritar athugasemd undir færsluna:

„Ó nei Bam, aftur klikkaru á því að lesa öryggiskaflann í ferðahandbókinni! Fyrst voru það sígaunar á Spáni, síðan rapparar á Íslandi og núna leigubílstjóri frá Kólumbíu!“

Robbed

A post shared by Bam Margera (@bam__margera) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki