Fókus

Elín Sif kynnti sér grimman heim eiturlyfja: „Fíknin spyr ekki um gáfur eða hæfileika“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 17. ágúst 2018 21:00

Elín Sif Halldórsdóttir bíður spennt eftir frumsýningu kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Þar fer hún með hlutverk Magneu, fimmtán ára stúlku sem flækist í veröld fíkniefna og undirheima. Þetta hlutverk hefur reynst Elínu gríðarleg áskorun og hefur hún varað afa sinn við því að horfa á lokaafraksturinn.

Þetta er brot úr helgarviðtali DV.

Árið 2015 lenti Elín í 3. sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins með laginu Í kvöld, en textann og lagið samdi hún sjálf. Síðan þá hefur hún meðal annars unnið Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2016 ásamt hljómsveitinni Náttsól.

Einnig gaf hún út lag í sumar sem ber heitið Make You Feel Better og í september verður sannsögulega dramað Lof mér að falla frumsýnt. Myndin er úr smiðju Baldvins Z og fer Elín þar með annað burðarhlutverkið, sem er jafnframt fyrsta kvikmyndahlutverk hennar. Fyrir hafði hún sést í heimildamyndinni Out of Thin Air, um Geirfinnsmálið, ásamt þriðju seríu sjónvarpsþáttarins Rétti, sem Baldvin Z kom einnig að.

„Ég ætlaði bara að fara af fullu afli í tónlistarbransann, en stundum fer lífið í aðrar áttir en maður býst við. Ekki að ég sé að kvarta, en það var klárlega mjög óvænt að detta í leiklistina,“ segir Elín og rekur söguna af því krefjandi verkefni sem hennar beið, en það er heimur hinnar saklausu en áhrifagjörnu Magneu.

Gerði ráð fyrir misskilningi

Í kvikmyndinni kynnist Magnea hinni átján ára Stellu og þróar sterkar tilfinningar til hennar. Stella sér hrifningu hennar og sakleysi sem kjörna leið til þess að notfæra sér hana. Þá leiðir hún Magneu inn í grimman heim fíknarinnar hvaðan sem ekki er víst að verði aftur snúið. Myndin markar jafnframt fyrsta leikhlutverk Eyrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, sem túlkar Stellu.

„Baldvin henti okkur Eyrúnu alveg á kaf í djúpu laugina, til að reyna að skilja þennan heim sem einkennir fíkilinn,“ segir Elín um undirbúningsferlið.

„Við lásum margar átakanlegar reynslusögur fólks og töluðum við margar stúlkur sem höfðu verið í neyslu eða þekktu einhvern. Fyrir verkefnið hafði ég rosa litla þekkingu á þessum heimi og ástandinu sem raunverulega á þessum hluta samfélagsins, hérna á Íslandi. Þær sögur sem ég heyrði bæði frá Baldvini og fólki sem hafði reynslu af þessum heimi voru margar svo grimmar að ég hefði áður ekki trúað því að þetta fyndist hérna. Ég held þó að það hafi setið mest í mér eitt sem Baldvin sagði við mig; að hver sem er, hver sem er getur fallið í greipar fíkninnar. Fíknin spyr ekki um gáfur eða hæfileika. Það var hátt í ár sem fór bara í að skilja um hvað myndin var og hvernig við ættum að nálgast þetta. Við höfðum aldrei leikið í heilli bíómynd og fyrir okkur tvær virkaði þetta mjög langsótt verkefni í byrjun. Við höfðum enga þekkingu á þessu fyrir.“

Leið Elínar að leiklistinni kom, að hennar sögn, í gegnum tónlistina. Baldvin Z hafði tekið eftir henni í Söngvakeppninni og fengið hana fyrir sjónvarpsþættina Rétt strax í kjölfarið, en þarna kom tækifæri sem hún var í fyrstu ekki viss um hvernig ætti að taka.

„Þegar ég var kölluð í þessar prufur, hélt ég að sumir væru bara eitthvað klikkaðir að fá mig inn. Ég hafði ekki leikið neitt og bjóst alltaf við einhverjum stórum misskilningi. Ég hafði aldrei fengið neina leiklistarþjálfun eða neitt slíkt,“ segir Elín, en á þeim tíma vöknuðu smám saman hjá henni grunsemdir um að rullan í Rétti hafi verið til þess að „testa“ hana. „Hann sagðist vera með kvikmynd á teikniborðinu sem ég myndi að öllum líkindum fá prufu fyrir. Svo hefur þetta gengið upp einhvern veginn.“

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Gerður í Blush gengin út

Gerður í Blush gengin út
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Guðrún skrifar um heim vændis og fíkniefna – aðalheimildarkona hennar komst ekki í útgáfuteitið því hún er í fangelsi

Guðrún skrifar um heim vændis og fíkniefna – aðalheimildarkona hennar komst ekki í útgáfuteitið því hún er í fangelsi
Fókus
Í gær

Páll Óskar hefur verið ástfanginn fjórum sinnum – „Hommalíf hér á Íslandi er eins og blanda af fiskabúri og skókassa“

Páll Óskar hefur verið ástfanginn fjórum sinnum – „Hommalíf hér á Íslandi er eins og blanda af fiskabúri og skókassa“
Fókus
Í gær

Tónlistarmaður mánaðarins María Agnesardóttir – Söng lag Beyoncé í minningarmyndbandi

Tónlistarmaður mánaðarins María Agnesardóttir – Söng lag Beyoncé í minningarmyndbandi
Fókus
Í gær

Jan Gehl – Mannlíf milli húsa

Jan Gehl – Mannlíf milli húsa
Fókus
Í gær

Fjórða hver kona hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun

Fjórða hver kona hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi Steingeit – Vekur athygli án þess að reyna það!

Stjörnumerkin og fatastíll: Rísandi Steingeit – Vekur athygli án þess að reyna það!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig er best fyrir kennara að spilla nemendum sínum?

Hvernig er best fyrir kennara að spilla nemendum sínum?