fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Hulda er stoltur keppandi í Miss Universe Iceland og segir gagnrýnendum til syndanna – Það þarf sjálfstraust til að koma fram í bikiní

Auður Ösp
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flestir sögðu að væri ,,úr karakter við mig“að taka þátt í svona,“ segir Hulda Vigdísardóttir málfræðingur en hún er ein af þeim sem keppa um titilinn Miss Universe Iceland nú í ár. Keppnin verður haldin í Hljómahöll þann 21.ágúst næstkomandi. Hulda  segir marga hafa ranghugmyndir um keppnina hér á landi.

Hulda er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og hefur lokið MA námi í málfræði frá HÍ þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul.

„Ég vil alltaf móta mér mína eigin skoðanir og langar alltaf að prófa eitthvað nýtt. Það var líka pælingin þegar ég skráði mig upprunalega. Mig langaði að kynnast þessu að eigin raun,“ segir hún í samtali við DV.

Í pistli sem birtist á vef Vísis greinir Hulda frá þeirri ákvörðun sinni að taka þátt Miss Universe Iceland keppninni og kemur um leið inn á þær misjöfnu skoðanir sem fólk hefur á fegurðarsamkeppnum.

„Þegar ég staðfesti skráningu mína í vor, vissi ég að fólk hefði ólíkar skoðanir á keppnum sem þessari og þá ekki síst hér á landi; sumir hafa dálæti á fegurðarsamkeppnum á meðan að aðrir segja þær úr takti við tímann og fyrirlíta þær jafnvel. Uppspretta fordóma er þó oftar en ekki annað en þekkingar- og skilningsleysi og mig langaði að mynda mér mína eigin skoðun á Miss Universe keppninni.“

Frá krýningarathöfn Miss Universe Iceland á síðasta ári. Ljósmynd/Youtube.

Hulda segir að í raun sé hugtakið „fegurðarsamkeppni“ ekki nógu lýsandi og geti jafnvel talist misvísandi eða ruglandi á vissan hátt.

„Jú, vissulega komum við fram í bikiníum og síðkjólum í Miss Universe Iceland en keppnin snýst samt um svo miklu meira. Við æfumst í ensku, hljótum góða þjálfun í framkomu og þurfum allar að vera vel að okkur í hinum ýmsu málefnum, enda getum við átt von á því að vera spurðar að hverju sem er uppi á sviði fyrir framan fullan sal af áhorfendum,“ ritar hún og bætir við að sömuleiðis fái keppendur tækifæri til að prófa ýmislegt nýtt og láta gott af sér leiða en hópurinn stóð til að mynda fyrir góðgerðarbingó á dögunum og mun næstkomandi laugardag hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Í samtali við DV segir Hulda að hún hafi sjálf verið tvístíga í byrjun.

„Þetta var besta ákvörðun sem ég gat tekið. Og það voru fleiri sem hvöttu mig en hitt. Ég hlustaði bara á hjartað og gerði það sem mig sjálfa langaði.“

Finnst þér margir vera á þeirri skoðun að fegurðarsamkeppnir séu úreltar og úr takti við kvenréttindabaráttuna?

„Já, frekar margir og ekki síst hér á landi. Þetta er risastórt tækifæri og góður stökkpallur fyrir ungar konur, sérstaklega fyrir þá sem fer út í aðalkeppnina Og í þessari keppni eru engar kröfur gerðar um neitt ákveðið útlit. Vissulega komum við fram í bikiníum sem virðist fara fyrir brjóstið á mörgum – en það þarf sjálfstraust til að geta gert slíkt og vera sáttur í eigin skinni. Mestu máli skiptir að vera heilbrigður. En fólk virðist oft halda að við séum með svakalegt matarplan og alltaf í ræktinni. Við erum ekki að keppa við hvor aðra, allavega lít ég ekki á það þannig. Þetta snýst bara um að vera besta útgáfan af þér í rauninni.

Annars finnst mér skrítið þegar fólk dæmir svona keppnir en tekur virkan þátt í einhverjum staðalímyndum af fegurð á samfélagsmiðlum með glansmyndum. Það er svo margt í gangi og fólk á bara að fá að vera eins og það sjálft vill.Þetta er líka tækifæri til að vekja athygli á ýmsum málefnum, svosem jafnrétti kynjanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“