fbpx
Fókus

Ævar Þór sækir innblástur í söngleiki og kvikmyndatónlist

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 20:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Frá sex ára aldri átti Ævar Þór Benediktsson þann draum að gerast leikari. Þann draum fékk hann uppfylltan með meiru og er, ásamt mörgum heitum, orðinn einn vinsælasti höfundur Íslands. Eins og lengi hefur tíðkast eru mörg járn í eldinum hjá Ævari og á næstunni bíða hans stærri verkefni en hann hefur áður fengist við.

Ekki er nóg með að bókafjöldi hans verði kominn langt yfir fyrsta tuginn fyrir lok ársins, heldur vinnur hann hörðum höndum við metnaðarfulla leiksýningu og sjónvarpsþáttaröð af stærðargráðu sem á sér ekkert fordæmi á klakanum, en þess á milli tekst hann á við sitt mikilvægasta hlutverk, sem skákar öllum öðrum: hlutverk hins nýbakaða foreldris.

Þetta er brot úr stærra viðtali DV.

Ævar lagði á dögunum lokahönd á bókina Þitt eigið tímaferðalag, sem stendur til að gefa út í vetur. Sögurnar í þessum bókaflokki hjá höfundinum hafa selst eins og heitar lummur á síðustu árum og stefnir allt í að sú fimmta og nýjasta verði sú umfangsmesta til þessa. Lesandinn ræður hvað gerist í bókinni, en allar bækurnar bjóða upp á fleiri tugi mögulegra málalykta og þannig er hægt að lesa bókina aftur og aftur. Þá bætir Ævar við að Tímaferðalagið muni bjóða upp á enn fleiri málalok en venjulega og á einum stað gengur bókin í hring og verður þannig endalaus.

Ævar rifjar upp viðtökurnar sem fyrsta bókin í þessum flokki fékk á sínum tíma, en hún hreppti meðal annars Bókaverðlaun barnanna árið 2015. Segir höfundurinn að þarna hafi orðið til stemning sem hann gerði sér ekki grein fyrir fyrirfram. „Ég fór að heyra af því að systkini væru að lesa þetta saman, fjölskyldur og jafnvel vinir í frímínútum. Þarna er komin einhver hópstemning þar sem fólk ákveður framhaldið í sameiningu,“ segir hann.

„Ég segi oft við krakka að þetta séu fullkomnar bækur til að lesa með öðrum, því þá getur þú kennt hinum um ef illa fer. Ég hef líka oft hugsað að þetta séu fínar bækur fyrir fólk sem á erfitt með að velja, erfitt með að kjósa og slíkt. Þá er gaman að geta þess að léttlestrarbókaútgáfa af Þín eigin-bókunum kemur út um miðjan ágúst, þar sem áherslan er lögð á yngri lesendur, stærra letur og fleiri myndir.“

Aðspurður um skapandi ferlið sjálft segist Ævar oft fá innblástur eða aðstoð frá kvikmyndatónlist og söngleikjum, sem hann spilar títt í miðjum skrifum. Hann nefnir að tónlist úr kvikmyndum á borð við Logan, Mission: Impossible – Fallout, Moon og Swiss Army Man hafi reglulega farið í spilun undanfarið. „En síðan gerist það, þegar ég les yfir skrifin, þá hlusta ég á söngleiki,“ segir hann og nefnir þrjá lykilsöngleiki sem hann notast mikið við, en þeir eru Hamilton, Dear Evan Hansen og Groundhog Day-söngleikurinn.

„Ég hef meira að segja spáð í að búa til og deila lagalistum fyrir hverja bók, en á hverjum lista yrði þá tónlistin ég var að hlusta á þegar bókin var skrifuð. Þannig er hægt að fullkomna upplifunina og koma lesandanum lengra inn í heim bókarinnar,“ segir hann sæll.

 

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Olga er með ólæknandi krabbamein: „Það er mikilvægt að velta dauðanum fyrir sér og taka hann í sátt“

Olga er með ólæknandi krabbamein: „Það er mikilvægt að velta dauðanum fyrir sér og taka hann í sátt“
Fókus
Í gær

Biggi lögga vill að flugfélögin komi hreint fram – „Af hverju samþykkja neytendur svona hegðun?“

Biggi lögga vill að flugfélögin komi hreint fram – „Af hverju samþykkja neytendur svona hegðun?“
Fókus
Í gær

Zac Efron þakkar fyrir afmæliskveðjurnar – Staddur í Reykjavík

Zac Efron þakkar fyrir afmæliskveðjurnar – Staddur í Reykjavík
Fókus
Í gær

Ísak Marvins – Stórbrotin verk, full af smáatriðum

Ísak Marvins – Stórbrotin verk, full af smáatriðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorbjörn lést á mánudag fimm dögum eftir ákall móður hans – „Elsku fallegi sonur minn, hvíl í friði“

Þorbjörn lést á mánudag fimm dögum eftir ákall móður hans – „Elsku fallegi sonur minn, hvíl í friði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sólrún Diego sýnir fullkomið öryggiskerfi í höllinni

Sólrún Diego sýnir fullkomið öryggiskerfi í höllinni