fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fókus

Fimm íslenskir keppendur á heimsleikunum í CrossFit – Þurfa að róa heilt maraþon

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsleikarnir í CrossFit hefjast í Madison í Wisconsin-fylki í dag en Ísland sendir fimm keppendur til leiks á leikana í ár. Raunir dagsins eru nokkuð fjölbreyttar og innihalda bæði hjólreiðar og lyftingar. Deginum lýkur svo á því að keppendur þurfa að róa 42,2 kílómetra á róðravél.

Eins og áður segir eigum við Íslendingar fimm keppendur á mótinu í ár, fjóra í kvennaflokki og einn í karlaflokki. Reynsluboltarnir Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verða að sjálfsögðu á sínum stað en auk þeirra tekur Oddrún Eik Gylfadóttir þátt í fyrsta sinn á leikunum í einstaklingsflokki. Oddrún hefur einu sinni áður keppt á leikunum en þá tók hún þátt í liðakeppni.

Allar íslensku stelpurnar ætla sér stóra hluti á leikunum en bæði Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir hafa sigrað mótið áður. Þá hefur Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir oftar en ekki blandað sér í baráttu um verðlaunasæti.

Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson eini íslenski þátttakandinn í ár en hann er reynslubolti í íþróttinni og ætlar sér án efa stóra hluti. Björgvin tekur nú þátt á sínum fimmtu heimsleikum en hann hefur best náð þriðja sæti.

Nánari upplýsingar og beina útsendingu frá mótinu má finna á heimasíðu mótsins. Games.crossfit.com

Óðinn Svan Óðinsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma
Í gær

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Köttur með einbeittan brotavilja – Sjáðu myndbandið!

Köttur með einbeittan brotavilja – Sjáðu myndbandið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði