Fókus

Fimm íslenskir keppendur á heimsleikunum í CrossFit – Þurfa að róa heilt maraþon

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 10:17

Heimsleikarnir í CrossFit hefjast í Madison í Wisconsin-fylki í dag en Ísland sendir fimm keppendur til leiks á leikana í ár. Raunir dagsins eru nokkuð fjölbreyttar og innihalda bæði hjólreiðar og lyftingar. Deginum lýkur svo á því að keppendur þurfa að róa 42,2 kílómetra á róðravél.

Eins og áður segir eigum við Íslendingar fimm keppendur á mótinu í ár, fjóra í kvennaflokki og einn í karlaflokki. Reynsluboltarnir Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verða að sjálfsögðu á sínum stað en auk þeirra tekur Oddrún Eik Gylfadóttir þátt í fyrsta sinn á leikunum í einstaklingsflokki. Oddrún hefur einu sinni áður keppt á leikunum en þá tók hún þátt í liðakeppni.

Allar íslensku stelpurnar ætla sér stóra hluti á leikunum en bæði Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir hafa sigrað mótið áður. Þá hefur Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir oftar en ekki blandað sér í baráttu um verðlaunasæti.

Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson eini íslenski þátttakandinn í ár en hann er reynslubolti í íþróttinni og ætlar sér án efa stóra hluti. Björgvin tekur nú þátt á sínum fimmtu heimsleikum en hann hefur best náð þriðja sæti.

Nánari upplýsingar og beina útsendingu frá mótinu má finna á heimasíðu mótsins. Games.crossfit.com

Óðinn Svan Óðinsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Fangelsuð í Dubai eftir að hafa drukkið rauðvínsglas í flugvél: „Maturinn lyktaði eins og myglað rusl. Ég svaf ekki í þrjá sólarhringa“

Fangelsuð í Dubai eftir að hafa drukkið rauðvínsglas í flugvél: „Maturinn lyktaði eins og myglað rusl. Ég svaf ekki í þrjá sólarhringa“
Fókus
Í gær

Ungmennin sem féllu frá langt fyrir aldur fram – Fikt getur skilið milli lífs og dauða

Ungmennin sem féllu frá langt fyrir aldur fram – Fikt getur skilið milli lífs og dauða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað gerðist þetta dularfulla kvöld hjá Vigdísi? Atli Fannar og Kalli Baggalútur vita svarið – „Kvöldið var ungt en …“

Hvað gerðist þetta dularfulla kvöld hjá Vigdísi? Atli Fannar og Kalli Baggalútur vita svarið – „Kvöldið var ungt en …“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney móðir Guðrúnar – „Það er ólýsanlega sárt að hugsa að hún sé farin, að ég fái aldrei aftur að taka utan um hana“

Fanney móðir Guðrúnar – „Það er ólýsanlega sárt að hugsa að hún sé farin, að ég fái aldrei aftur að taka utan um hana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rikki G safnar fyrir Ljónshjarta – Hleypur í kleinuhringjabúning ef hann safnar hálfri milljón

Rikki G safnar fyrir Ljónshjarta – Hleypur í kleinuhringjabúning ef hann safnar hálfri milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlotta upplifði sára niðurlægingu í innflytjendafangelsi: „Ég mundi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum þetta“

Karlotta upplifði sára niðurlægingu í innflytjendafangelsi: „Ég mundi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum þetta“