fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Er sólarleysið kannski bara allt Bretum að kenna? „Fyrirgefðu Ísland“

Auður Ösp
Mánudaginn 9. júlí 2018 15:00

Mér finnst rigningin góð sagði einhver. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega hefur það ekki farið framhjá mörgum að íslenska sumarið í ár er óvenju lélegt. Reyndar svo lélegt að ekki hefur sést jafnmikil grámygla og rigning og jafnlítil sól síðan árið 1914. Sumarið 2018 ætti því að rata í sögubækurnar, og nú hafa jafnvel erlendir fjölmiðlar séð ástæðu til að greina frá sólarleysinu á Íslandi.

Á meðan Íslendingar þurfa að sætta sig við endalaus ský á himni þá hafa aðrir Evrópubúar yfir litlu að kvarta þessa dagana. Á vef Guardian er sagt frá minnkandi aðsókn í íslenskar sundlaugar, tjaldstæði og ísbúðir og greinarhöfundur nefnir sem dæmi að í maímánuði hafi verið rigning upp á nánast hvern einasta dag. Greinarhöfundur biður lesendur að hugsa hlýtt til Íslendinga á meðan flatmagað er í sólbaði, þar sem landsmenn séu að upplifa versta sumar í rúmlega 100 ár. „Hugsaðu til Íslands á meðan þú nýtur sólarinnar.“

Vitnað er í frétt AP fréttastofunnar þar sem haft er eftir Trausta Jónssyni veðurfræðingi að veðrið á Íslandi sé hitabylgjunni í Bretlandi að kenna. Hár þrýstingur yfir vesturhluta Evrópu hefur áhrif á loftstraumana, sem eru knúðir áfram af hitamun milli svæða. Það ýtir skýjum og rigningu yfir norðurhluta álfunnar. Staðsetning loftstraumanna ræður þannig hitastiginu hverju sinni.

Breski veðurfræðingurinn Alex Deakin segir þó að hér gildi spurningin um hvort hafi komið á undan, hænan eða eggið: annaðhvort sé háþrýsingurinn að valda breytingum á loftstraumnum eða þá að loftstraumurinn er að hafa áhrif á háþrýstinginn.

„Á einhverjum tímapunkti munum við vilja fá lofstrauminn til okkar aftur. Mun það gerast á næstunni?“ spyr greinarhöfundur jafnframt. Alex Deakin segir það ólíklegt, Bretar muni geta haldið áfram að sleikja sólina út vikuna.

„Fyrirgefðu Ísland,“ ritar greinarhöfundur að lokum.

The Durango Herald sér líka ástæðu til að greina frá því að Íslendingar fái um þessar mundir að gjalda fyrir blíðviðri annars staðar í Evrópu. Íslendingar eru sagðir vera með veðurspána á heilanum enda séu þeir búnir að fá sig fullsadda á grámyglunni.

Rætt er við Má Guðmundsson húsamálara sem lýsir yfir áhyggjum af sólarleysinu. „Það þarf að vera sólskin í tvo daga til að málningin nái að þorna á viðnum. Ég efast um að það muni gerast.“

Alex Moreno, spænskur ferðalangur á tjaldstæðinu í Laugardal er þó einn af þeim sem finnst íslenska veðrið ekkert tiltökumál. Það sé fínt að fá smá frí frá hitanum.

„Skellið ykkur bara í jakka og þá er þetta í fínu lagi!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“