fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Þetta eru tíu helstu ástæður þess að konur skilja við eiginmenn sína: Framhjáhald er ekki efst á listanum

Auður Ösp
Laugardaginn 7. júlí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því miður varir ástin ekki að eilífu og hvort sem fólk kýs að horfast í augu við það eða ekki þá endar eitt af hverjum þremur hjónaböndum með skilnaði. Ástæðurnar fyrir skilnaðinum geta verið margvíslegar líkt og sjá má á niðurstöðum könnunnar sem Next Love stefnumótaþjónustan birti nýlega á heimasíðu sinni en umrædd stefnumótaþjónusta  er sérstaklega ætluð einstæðum foreldrum og fráskildum einstaklingum.

Könnunin var lögð fyrir fráskildar konur en alls tóku  43 þúsund konur þátt. Voru þær spurðar að því hver væri helsta ástæðan fyrir því að þær sóttu um skilnað frá maka sínum.

Ástæðan sem flestar nefndu var sú að þær höfðu ekki sömu markmið í lífinu og maki sinn. Næstflestar, eða 29,2 prósent þáttakenda nefndu framhjáhald.

10,9 prósent sögðu ástæðuna hafa verið stöðut rifrildi, tuð og nöldur. Í fjórða sæti á listanum er síðan skortur á nánd.

Sigurd Vedal, eigandi Next Love síðunnar segir að ástæða númer eitt á listanum, skortur á sameiginlegum markmiðum, geti oftar en ekki leitt til ástæðu númer tvö: framhjáhalds.

„Þó svo að framhjáhald geti í sumum tilfellum bjargað hjónaböndum, þá er það einnig ástæðan fyrir því að fjölmörg hjónabönd fara í vaskinn.“

5,6 prósent þáttakenda nefndu geðræn veikindi  sem ástæðuna fyrir skilnaðinum, enda fylgir því oft mikið álag að vera í sambandi við manneskju sem glímir við andleg veikindi, og ekki öll sambönd sem lifa slíkt af, þrátt fyrir að viljinn sé til staðar.

5 prósent nefndu síðan að ástæðan hefði verið sú að makinn sýndi af sér einhvers konar óásættanlega hegðun, til að mynda með andlegu ofbeldi eða gáleysi í fjármálum.Þá sögðu 4,2 prósent þáttakenda að ástæða þess að þær sóttu um skilnað hefði einfaldlega verið sú að þær voru orðnar leiðar á hjónabandinu.

Í áttunda sæti á listanum er líkamlegt ofbeldi af hálfu makans og þá eru vandamál tengd heimilishaldinu og næstneðsta sæti. Fjárhagsvandræði trónir síðan neðst á listanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Í gær

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Í gær

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“