fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Borghildur Dóra leitar enn föður síns: Ósátt við ósmekkleg viðbrögð við sögu hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. júlí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef hann er látinn þá vona ég að hann hafi sagt sínum nánustu frá mér svo ég geti kynnst föðurfjölskyldunni. En ef hann er á lífi þá er hann klárlega búinn að sjá þetta,“ segir Borghildur Dóra Björnsdóttir í samtali við DV en hún hefur nú stigið fram í þriðja sinn í tilraun til að hafa upp á föður sínum.

Við fjölluðum um mál Borghildar Dóru tvisvar í fyrrasumar, sjá síðari umfjöllunina hér, og vöktu þær fréttir mikla athygli. Dóra birti mynd af móður sinni úr Atlavík um verslunarmannahelgina árið 1984 en þá er talið að Dóra hafi verið getin.

Undir myndina skrifaði Dóra: „Þetta er móðir mín, hún Dæda, eins og hún var kölluð í denn. Þessi mynd var tekin í Atlavík, á því herrans ári 1983, á föstudeginum. Hún hitti karl föður minn á sunnudagskvöldinu. Hún leit nákvæmlega svona út þá líka og var í þessari bleiku úlpu.“

Í fyrri umfjöllun DV um málið segir enn fremur:

„Þegar ég var lítil fannst samt mörgum skrítið að ég ætti ekki pabba. Þegar ég var unglingur var ég líka alltaf að hugsa: „Hvað ef ég eignast kærasta og svo kemur í ljós að hann er bróðir minn?“

Hún sagði jafnframt um mögulegan blóðföður sinn og viðkynningu hans og móður hennar, að blóðfaðir hennar hafi komið að móður hennar á fjölskyldusvæði á hátíðinni þar sem móðirin var að tala við pilt og stúlku frá Hornafirði:

„Mamma var kölluđ Dæda og kynnti sig sem Dædu við hann og hann sagðist heita Jónas Haukur Sveinsson, en vera kallaður Haukur Sveinnson. Hann sagðist vera fráskilinn og byggi hjá foreldrum sínum í Reykjavík. Hann sagðist vera smiður og sagði að pabbi sinn væri húsgagnasmiður. Þá sagðist hann eiga fimm ára dóttur sem héti Hulda,“ heldur Dóra áfram. „Samkvæmt mömmu var hann í svörtum adidas skóm, bláum gallabuxum og ljósgrárri lopapeysu með svörtu og hvítu munstri. Hún segir að hann hafi verið hávaxinn með strákakoll og litað rautt eða rauðbirkið hár.“

Móðir Borghildar og ungi maðurinn hittumst um tíuleytið á sunnudagskvöldinu og eyddu nóttinni saman en hann var síðan farinn um áttaleytið á mánudagsmorgninum.

Ósmekkleg viðbrögð: „Að maður sé gott dæmi um að sæðisbankar séu með skrá yfir sæðisgjafa“

Dóra er ekki vongóð um að finna föður sinn úr þessu en vill þó láta reyna á það áfram. Þess vegna fór hún í viðtal við Mannlíf fyrir skömmu. Þar segir hún meðal annars:

„Mér hefur orðið lítið ágengt í þessari leit. Það voru þrír menn sem höfðu samband á sínum tíma og héldu að þeir væru pabbi minn. Einn þeirra var alveg viss í sinni sök og hafði samband við mig á Facebook í kjölfar fréttarinnar í DV. Hann skrifaði svo stöðuuppfærslu á Facebook og sagði að mamma mín hefði ekki viljað að hann færi í DNA próf til að sanna faðernið og sagðist oft hafa talað við mig í síma. Mamma kannaðist við manninn en sagði af og frá að hann væri pabbi minn. Þetta var orðið hálf óþægilegt þannig að ég lokaði á hann á Facebook. En hann langaði allavega mikið til að vera pabbi minn.”

Margir hafa samúð með Dóru og styðja hana í leitinni, þó ekki sé nema með hvatningarorðum og fallegum kveðjum. Því miður hefur hún líka fengið leiðinleg og ósmekkleg viðbrögð á Facebook vegna málsins. Þannig sagði einn maður að Dóra væri gott dæmi um hvers vegna sæðisbankar séu með skrá yfir sæðisgjafa, sérstaklega gegn lesbíum sem láti sæða sig og vilji ekki að blóðfaðirinn sé rekjanlegur. Dóru þykja slík ummæli fáránleg enda hafi mál hennar ekkert með barneignir lesbía að gera.

Þá hafa sumir karlmenn verið með það ósmekklega og misheppnaða grín að merkja vini sína við færslu Dóru um málið og gefa þannig í skyn að viðkomandi sé faðirinn.

Hvað ef hann var að halda framhjá?

Dóra skrifar í nýrri stöðufærslu:

„Ég er ekki ađ leitast eftir ađ koma einhverjum í klandur eđa peningum, mig langar bara ađ kynnast föđur mínum og föđurfjölskyldu! Ef hann eđa hans fjölskylda vilja ekkert međ mig hafa þá verđur bara svo ađ vera og ég læt þetta eiga sig. En á međan enginn stöđvar mig þá langar mig ađ sjá hinn helminginn af mér og kynnast systkinum mínum ef ég á einhver og öđru frændfólki.
Kannski þau vilji eitthvađ međ mig hafa þó hann vilji þađ ekki, sakar ekki ađ reyna er þađ?“

Dóra segir jafnframt við DV að sé maðurinn á lífi þá sé ólíklegt að hann gefi sig fram úr þessu. Henni þykir það hins vegar rangt að gangast ekki við þessu:

Ef hann var að halda framhjá þá er það orðið svo langt um liðið og ég held að konur flestra manna fengju sjokk í fyrstu en myndu síðan venjast þessu. Þetta á ekki að bitna á barninu. En ég held því miður að hann sé ekkert að fara að gefa sig fram, veit ekki alveg hvað ég hélt að myndi gerast,“ segir Dóra nokkuð vondauf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Í gær

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar