fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fókus

Bréf íslenskrar móður til dópsala sem stal barninu hennar

Fókus
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bréf sem móðir fimmtán ára unglings vakti athygli á Pressunni og Fókus endurbirtir. Frásögnin er svakaleg en skilaboðin dýrmæt og mikilvæg. Hún hafði reynt allt til að bjarga syni sínum en ákvað loks að skrifa manninum sem seldi barninu hennar fíkniefni opið bréf. Hún vildi ekki koma fram undir nafni en bréfið er átakanlegt og á erindi við marga.

Kæri fíkniefnasali sem selur barninu mínu

Mig langar að þakka þér fyrir að hafa stolið fallega saklausa stráknum mínum. Og kenna honum að ekkert er mikilvægara en að fá hjá þér efni. Honum er alveg sama um systkini sín. Og hvað þá foreldra sína.

Heimilið mitt er ógeðslegt í hvert skipti sem ég kem heim úr vinnunni. Yngri börnin mín koma heim úr skólanum á hverjum degi og vita ekkert hvernig ástandið á bróður þeirra er. Þau geta ekki komið heim með vini, því að foreldrar vina þeirra vilja ekki að börnin sín séu í svona umhverfi.

MDMA töflur.

Þau eru alltaf með kvíða yfir því hvað þegar mamma kemur heim. Verður hún leið, fer hún grátandi að sofa útaf því að hún getur ekki hjálpað honum. Getur ekki fengið hann til þess að sjá hvað hann er að gera með því að vera svona. Hver verður framtíð hans? Á hann einhvern tímann eftir að stoppa og hugsa að hann langi ekki að vera svona? Á hann eftir að fá vinnu? Vill einhver annar en þú ráða hann í vinnu? Hann er svo ungur, hann á að vera í skóla, fara á skólaböll með jafnöldrum sínum, spila tölvuleiki allt annað en að redda sér til þess að geta hitt þig.

Ég vona að þú eigir aldrei eftir að lenda í þessu með þitt barn. Jafnvel þótt ég hati þig meira en allt þá óska ég þér ekki að lenda í því sama og ég er að ganga í gegnum.

Ég þrái ekkert heitara en að fá hann aftur til baka og í burtu frá þér. Fá að sjá fallega innilega brosið hans og hlæja með honum. Tala við hann án þess að vera svo leið yfir því að hann er ekki að hlusta á mig.

Og fá að taka utan um hann og finna það að hann elskar mig jafn mikið og ég elska hann.

Vinsamlegast deilið ef þið hafið tök á!

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur
Fókus
Í gær

IceQueen-nafninu stolið af Ásdísi Rán: „Mér finnst þetta virkilega leim“

IceQueen-nafninu stolið af Ásdísi Rán: „Mér finnst þetta virkilega leim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis