fbpx
Fókus

Þetta gerist bara á Íslandi! Helgi Björns og einmana ferðamaðurinn á Snaps

Fókus
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 19:25

Blaðamaður DV, Björn Þorfinnsson er þessa stundina staddur á veitingastað. Þar tók hann myndina úr leyni sem fylgir þessum mola, (því þetta er ekki frétt). Það er svo sem ekki í frásögur færandi að blaðamaður fái sér í gogginn og þá sérstaklega ekki sælkerinn Björn. Á myndinni má sjá einn af okkar ástsælustu söngvurum, Helga Björnsson ásamt einmana ferðamanni. Björn lýsir skemmtilegu atviki sem átti sér stað á Snaps á þessa leið:

„Falleg stund á Snaps. Erlendur einmanna ferðamaður sest við barborðið. Hann fær matseðil og fer umsvifalaust að spyrja sessunaut sinn út í hin ýmsu blæbrigði seðilsins. Þetta er eins og að ég myndi hlamma mér á veitingastað í Kensington-hverfi og spyrja Chris Martin hvort það sé fkn steinselja í einhverjum rétt. Munurinn er líklega sá að Martin myndi segja mér að hoppa upp í rassgatið mér en okkar maður, okkar dáðasti rigningarunnandi, tekur spurningum túristans vel.,“ segir Björn og bætir við að lokum: „Þeir eru búnir að fara yfir matseðilinn og eru núna á hörkuspjalli.“

Fókus
Fókus er fyrir fólk sem kýs litla flokka, fólk sem kýs stóra flokka, fólk sem fílar hunda betur en ketti, ketti betur en hunda, páfagauka betur en fiska, fiska betur en allt annað á jörðinni. Fókus er fyrir fólk með fléttur, fólk sem á of mikið af jakkafötum, fólk sem langar í fleiri jakkaföt, fólk sem borar í nefið þegar það heldur að enginn sjái til. Fókus er fyrir fólk sem þarf gleraugu og líka fyrir fólkið sem sér alltaf allt í fókus. Fókus er fyrir þig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Rafnar selur glæsieign í Garðastræti

Páll Rafnar selur glæsieign í Garðastræti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý orðin flotþerapisti

Ellý orðin flotþerapisti
Fókus
Fyrir 3 dögum

10 bestu íþróttakvikmyndirnar

10 bestu íþróttakvikmyndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástin fölnaði hjá stjörnuparinu

Ástin fölnaði hjá stjörnuparinu