fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Fókus

Sjáðu þessa athyglisverðu staðreynd um myndirnar hans Tom Cruise

Fókus
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 19:30

Bandaríski stórleikarinn Tom Cruise slakaði á í Skagafirði á dögunum.

Þó að Tom Cruise sé orðinn 56 ára er hann enn í fullu fjöri eins og nýjasta mynd kappans, Mission: Impossible – Fallout, sýnir. Myndin trónir á toppi vinsældalistans í Bandaríkjunum og þénaði 92 milljónir dala fyrstu sýningarhelgina. Býsna gott það.

En hvað er það sem gerir myndirnar hans Cruise svona eftirsóknarverðar? Er það hasarinn, frábær leikur eða vel tímasettir fimmaurabrandarar? Nei, ekki aldeilis því samkvæmt lauslegri rannsókn Rotten Tomatoes eru það hlaupin sem gera myndirnar hans eftirsóknarverðar. Já, þið lásuð rétt. Eftir því sem Tom Cruise hleypur meira í myndum sínum, þeim mun betur gengur þeim í kvikmyndahúsum.

Independent fjallaði um þetta.

Í þeim rúmlega 40 myndum sem Cruise hefur leikið tekur hann yfirleitt minnst einn sprett. Eftir því sem sprettirnir eru fleiri, þeim mun fleiri miðar seljast á myndina.

Mest hefur Cruise, eða kannski persónan sem hann leikur, hlaupið í myndinni Mission: Impossible III sem kom út árið 2006. Þar sást hann hlaupa tæplega einn kílómetra. Skammt á eftir kemur myndin Mission: Impossible – Ghost Protocol þar sem hann var með um 900 metra. Báðum þessum myndum gekk býsna vel í kvikmyndahúsum. Eina undantekningin frá þessari reglu eru myndirnar Jack Reacher: Never Go Back og The Mummy.

Býsna skemmtileg staðreynd sem þó er varla byggð á traustum grunni vísindalegra staðreynda.

via GIPHY

 

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Ritdómur – Kláði eftir Fríðu Ísberg: Hið tímalausa og hið forgengilega

Ritdómur – Kláði eftir Fríðu Ísberg: Hið tímalausa og hið forgengilega
Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Kata Gunnars: Jólagjöf dótturinnar tvöfaldaðist í verði í Hagkaup – „Heppin ég að hafa keypt jólagjöfina í nóvember“

Kata Gunnars: Jólagjöf dótturinnar tvöfaldaðist í verði í Hagkaup – „Heppin ég að hafa keypt jólagjöfina í nóvember“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjarndýr skotið í Fljótavík: „Þegar hann fékk leið á að skoða dyrnar fór hann í dótið okkar. Át þar appelsínur og gleypti heilt franskbrauð“

Bjarndýr skotið í Fljótavík: „Þegar hann fékk leið á að skoða dyrnar fór hann í dótið okkar. Át þar appelsínur og gleypti heilt franskbrauð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nylon-stjarna gengin út

Nylon-stjarna gengin út