fbpx
Fókus

Klámstjarnan Mia Khalifa fann ástina í Kaupmannahöfn

Fókus
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 22:30

Klámmyndaleikkonan fyrrverandi Mia Khalifa hefur fundið ástina í örmum sænska kokksins Robert Sandberg. Khalifa þessi var um tíma ein allra vinsælasta klámmyndaleikkona heims en hún sagði skilið við fagið eftir að hafa fengið yfir sig holskeflu líflátshótana árið 2015.

BT í Danmörku greinir frá því að Khalifa og Sandberg, sem er vinsæll kokkur í Danmörku, hafi fellt hugi saman fyrir skemmstu. Sandberg er yfirkokkur Michelin-staðarins Kong Hans Kælder sem er einn sá vinsælasti í Kaupmannahöfn.

„Ég rakst á hann á Instagram og byrjaði að fylgja honum. Svo fórum við að skrifast á og ég fór til Kaupmannahafnar þar sem ég hitti hann,“ segir hún við BT.

Að undanförnu hefur Khalifa birt myndir af þeim saman á heimaslóðum hennar í Austin í Bandaríkjunum. Þau ætla að vera í fjarsambandi þar til annað kemur í ljós enda hafa þau bæði skyldum að gegna, Robert í Danmörku og Khalifa í Bandaríkjunum.

 

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Olga er með ólæknandi krabbamein: „Það er mikilvægt að velta dauðanum fyrir sér og taka hann í sátt“

Olga er með ólæknandi krabbamein: „Það er mikilvægt að velta dauðanum fyrir sér og taka hann í sátt“
Fókus
Í gær

Biggi lögga vill að flugfélögin komi hreint fram – „Af hverju samþykkja neytendur svona hegðun?“

Biggi lögga vill að flugfélögin komi hreint fram – „Af hverju samþykkja neytendur svona hegðun?“
Fókus
Í gær

Zac Efron þakkar fyrir afmæliskveðjurnar – Staddur í Reykjavík

Zac Efron þakkar fyrir afmæliskveðjurnar – Staddur í Reykjavík
Fókus
Í gær

Ísak Marvins – Stórbrotin verk, full af smáatriðum

Ísak Marvins – Stórbrotin verk, full af smáatriðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorbjörn lést á mánudag fimm dögum eftir ákall móður hans – „Elsku fallegi sonur minn, hvíl í friði“

Þorbjörn lést á mánudag fimm dögum eftir ákall móður hans – „Elsku fallegi sonur minn, hvíl í friði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sólrún Diego sýnir fullkomið öryggiskerfi í höllinni

Sólrún Diego sýnir fullkomið öryggiskerfi í höllinni