fbpx
Fókus

Leikari rifjar upp óhugnanlegt atvik: Ég opnaði dyrnar og það var rauður blettur á enninu á mér

Fókus
Mánudaginn 30. júlí 2018 21:30

Bandaríski leikarinn Ving Rhames hefur rifjað upp óhugnanlegt atvik sem hann lenti í fyrir tveimur árum. Þá miðuðu lögreglumenn byssu á Rhames vegna gruns um að hann væri innbrotsþjófur.

Þannig er mál með vexti að Rhames var að koma heim til sín í Santa Monica í Kaliforníu umræddan dag. Kona í nágrenninu hafði talið sig hafa séð „stóran blökkumann“ vera að brjótast inn í húsið og hringdi í lögreglu í kjölfarið.

Þegar lögreglan knúði dyra mætti honum óskemmtileg sjón. Þrír lögregluþjónar og lögregluhundur voru fyrir utan húsið og miðaði einn lögregluþjónninn byssu á leikarann. Segir Rhames að hann hafi orðið var við rauðan blett á enninu á sér þegar hann opnaði dyrnar.

Rhames sagði frá þessu í the Clay Cane Show á föstudag. Hann sagðist hafa útskýrt fyrir lögreglu að hann ætti heima í umræddu húsi og lögreglan hafi staðfest þann framburð skömmu síðar. En atvikið skildi eftir sig ör hjá Rhames sem veltir fyrir sér hvað hefði gerst ef sonur hans hefði verið heima og komið til dyra.

„Hvað ef þetta hefði verið sonur minn, með tölvuleikjafjarstýringu eða eitthvað álíka í höndunum? Lögreglan myndi eflaust telja að um byssu væri að ræða. Þú veist, Trayvon var með Skittles-poka í höndunum,“ sagði Rhames og vísaði í dauða Trayvon Martins, 17 ára pilts sem var skotinn til bana af lögreglu árið 2012.

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Olga er með ólæknandi krabbamein: „Það er mikilvægt að velta dauðanum fyrir sér og taka hann í sátt“

Olga er með ólæknandi krabbamein: „Það er mikilvægt að velta dauðanum fyrir sér og taka hann í sátt“
Fókus
Í gær

Biggi lögga vill að flugfélögin komi hreint fram – „Af hverju samþykkja neytendur svona hegðun?“

Biggi lögga vill að flugfélögin komi hreint fram – „Af hverju samþykkja neytendur svona hegðun?“
Fókus
Í gær

Zac Efron þakkar fyrir afmæliskveðjurnar – Staddur í Reykjavík

Zac Efron þakkar fyrir afmæliskveðjurnar – Staddur í Reykjavík
Fókus
Í gær

Ísak Marvins – Stórbrotin verk, full af smáatriðum

Ísak Marvins – Stórbrotin verk, full af smáatriðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorbjörn lést á mánudag fimm dögum eftir ákall móður hans – „Elsku fallegi sonur minn, hvíl í friði“

Þorbjörn lést á mánudag fimm dögum eftir ákall móður hans – „Elsku fallegi sonur minn, hvíl í friði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sólrún Diego sýnir fullkomið öryggiskerfi í höllinni

Sólrún Diego sýnir fullkomið öryggiskerfi í höllinni