Fókus

Leikari rifjar upp óhugnanlegt atvik: Ég opnaði dyrnar og það var rauður blettur á enninu á mér

Fókus
Mánudaginn 30. júlí 2018 21:30

Bandaríski leikarinn Ving Rhames hefur rifjað upp óhugnanlegt atvik sem hann lenti í fyrir tveimur árum. Þá miðuðu lögreglumenn byssu á Rhames vegna gruns um að hann væri innbrotsþjófur.

Þannig er mál með vexti að Rhames var að koma heim til sín í Santa Monica í Kaliforníu umræddan dag. Kona í nágrenninu hafði talið sig hafa séð „stóran blökkumann“ vera að brjótast inn í húsið og hringdi í lögreglu í kjölfarið.

Þegar lögreglan knúði dyra mætti honum óskemmtileg sjón. Þrír lögregluþjónar og lögregluhundur voru fyrir utan húsið og miðaði einn lögregluþjónninn byssu á leikarann. Segir Rhames að hann hafi orðið var við rauðan blett á enninu á sér þegar hann opnaði dyrnar.

Rhames sagði frá þessu í the Clay Cane Show á föstudag. Hann sagðist hafa útskýrt fyrir lögreglu að hann ætti heima í umræddu húsi og lögreglan hafi staðfest þann framburð skömmu síðar. En atvikið skildi eftir sig ör hjá Rhames sem veltir fyrir sér hvað hefði gerst ef sonur hans hefði verið heima og komið til dyra.

„Hvað ef þetta hefði verið sonur minn, með tölvuleikjafjarstýringu eða eitthvað álíka í höndunum? Lögreglan myndi eflaust telja að um byssu væri að ræða. Þú veist, Trayvon var með Skittles-poka í höndunum,“ sagði Rhames og vísaði í dauða Trayvon Martins, 17 ára pilts sem var skotinn til bana af lögreglu árið 2012.

Fókus
Fókus er fyrir fólk sem kýs litla flokka, fólk sem kýs stóra flokka, fólk sem fílar hunda betur en ketti, ketti betur en hunda, páfagauka betur en fiska, fiska betur en allt annað á jörðinni. Fókus er fyrir fólk með fléttur, fólk sem á of mikið af jakkafötum, fólk sem langar í fleiri jakkaföt, fólk sem borar í nefið þegar það heldur að enginn sjái til. Fókus er fyrir fólk sem þarf gleraugu og líka fyrir fólkið sem sér alltaf allt í fókus. Fókus er fyrir þig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Fangelsuð í Dubai eftir að hafa drukkið rauðvínsglas í flugvél: „Maturinn lyktaði eins og myglað rusl. Ég svaf ekki í þrjá sólarhringa“

Fangelsuð í Dubai eftir að hafa drukkið rauðvínsglas í flugvél: „Maturinn lyktaði eins og myglað rusl. Ég svaf ekki í þrjá sólarhringa“
Fókus
Í gær

Ungmennin sem féllu frá langt fyrir aldur fram – Fikt getur skilið milli lífs og dauða

Ungmennin sem féllu frá langt fyrir aldur fram – Fikt getur skilið milli lífs og dauða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað gerðist þetta dularfulla kvöld hjá Vigdísi? Atli Fannar og Kalli Baggalútur vita svarið – „Kvöldið var ungt en …“

Hvað gerðist þetta dularfulla kvöld hjá Vigdísi? Atli Fannar og Kalli Baggalútur vita svarið – „Kvöldið var ungt en …“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney móðir Guðrúnar – „Það er ólýsanlega sárt að hugsa að hún sé farin, að ég fái aldrei aftur að taka utan um hana“

Fanney móðir Guðrúnar – „Það er ólýsanlega sárt að hugsa að hún sé farin, að ég fái aldrei aftur að taka utan um hana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rikki G safnar fyrir Ljónshjarta – Hleypur í kleinuhringjabúning ef hann safnar hálfri milljón

Rikki G safnar fyrir Ljónshjarta – Hleypur í kleinuhringjabúning ef hann safnar hálfri milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlotta upplifði sára niðurlægingu í innflytjendafangelsi: „Ég mundi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum þetta“

Karlotta upplifði sára niðurlægingu í innflytjendafangelsi: „Ég mundi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum þetta“