fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Anna Lilja leitar dansfélaga síns fyrir 45 árum – Getur þú hjálpað henni að finna barnið á myndinni?

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. júlí 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. júlí 1983 birtist grein í Morgunblaðinu í tilefni af því að 10 ár voru liðin frá goslokum í Heimaey.   Þar er meðal annars birt mynd af tveimur börnum að dansa. Í myndatexta segir: 10 ár á milli, Brosað gegnum tíðina.

„Eftir mikla leit fundum við út hver er annað barnið á myndinni, en það er hún Anna Lilja Sigurðardóttir, sem er til hægri, þá þriggja vetra barn, en nú 13 vetra mær, og það er bjart yfir henni eins og vera ber.“

Myndina tók Sigurgeir Jónasson ljósmyndari í Vestmannaeyjum, en hann tók tugþúsundir mynda á gosárinu. Myndin af Önnu Lilju  og dansfélaga hennar er tekin á Þjóðhátíð Vestmannaeyja í Klaufinni sumarið 1973.

„Sigurgeir reyndi að komast að því hver var með mér en það tókst ekki,“ segir Anna Lilja í samtali við DV. „Þetta er auðvitað löngu fyrir samfélagsmiðla, þannig að kannski er meiri séns núna.“

Anna Lilja er fædd árið 1970, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og býr þar í dag. Hún segir að samkvæmt Sigurgeiri sé myndin tekin á þjóðhátíð 1973 úti á Breiðabakka. „Hún var haldin þar til 1976, þannig að mögulega er myndin af einhverri þessara hátíða. En ég veit ekki. Ég veit ekkert um þetta barn, því þetta gæti auðvitað alveg verið drengur. Mamma man ekki eftir þessu.“

Anna Lilja setti myndina á Facebook í fyrra fyrir Þjóðhátíð. „Bara til gamans til þess að sjá hvort það kannaðist einhver við barnið. Það komu auðvitað margar ábendingar, en ekki sú rétta.“

Anna Lilja er eins og áður segir barnið hægra megin í röndóttu peysunni. Ef þú ert hitt barnið á myndinni, eða kannast við það, þá máttu endilega senda okkur ábendingu á ragna@dv.is.

Hjálpum Önnu Lilju að finna dansfélagann 45 árum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla