fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fókus

Þorvaldur Davíð vill verða bæjarstjóri Seyðisfjarðar

Auður Ösp
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Davíð Kristjánssson leikari er meðal þeirra sem sóttu um stöðu bæjarstjóra Seyðisfjarðar. 11 aðrir sóttu um stöðuna. Þorvaldur Davíð hefur fyrir löngu stimplað sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar með afrekum sínum á sviði leiklistarinnar en hann hefur farið með fjölmörg burðarhlutverk í leikhúsi og kvikmyndum á undanförnum árum.

Greint er frá þessu á vef Austurfréttar. Alls sóttu fjórar konur og átta karlar um stöðu bæjarstjóra Seyðisfjarðakaupstaðar en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn föstudag. Vilhjálmur Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn hefur gengt starfinu frá árinu 2011.

Þorvaldur Davíð er útskrifaður leikari frá Juilliard listaháskólanum í New York. Hefur hann farið með fjölmörg hlutverk, meðal annars í uppsetningum Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins. Þá lék hann aðalhlutverkið í kvikmyndunum Svartur á leik og Vonarstræti sem og aukahlutverk í Dracula Untold og Ég man þig, sem byggð er á samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur. Þá fer hann með hlutverk í kvikmyndinni  Svaninum, sem byggð er á bók Guðbergs Bergssonar.

Eftirfarandi sóttu um starf bæjarstjóra Seyðisfjarðar:

Aðalheiður Borgþórsdóttir, verkefnastjóri, Seyðisfirði
Arnbjörg Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri, Seyðisfirði
Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri, Ísafirði
Guðrún Lilja Magnúsdóttir, framleiðandi, Egilsstöðum
Jóhann Freyr Aðalsteinsson, tollasérfræðingur, Osló, Noregi
Jón Kristinn Jónsson, sölu- og markaðsráðgjafi, Hafnarfirði
Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum
Ólafur Hr. Sigurðsson, kennari og fyrrverandi bæjarstjóri Seyðisfirði
Snorri Emilsson, leikstjóri, Seyðisfirði
Sveinn Enok Jóhannsson, sölustjóri og söngvari, Reykjanesbæ
Tryggvi Harðarson, fyrrverandi bæjarstjóri, Reykjavík
Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leikari, Reykjavík

 

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur
Fókus
Í gær

IceQueen-nafninu stolið af Ásdísi Rán: „Mér finnst þetta virkilega leim“

IceQueen-nafninu stolið af Ásdísi Rán: „Mér finnst þetta virkilega leim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis