fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Ólafur Darri hleypur til styrktar Sunnu Valdísi: „Allir stórir hlutir eiga sér lítið upphaf“

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar AHC samtakanna, eða Sunnu Valdísi Sigurðardóttur rétt til tekið.

Sunna er 12 ára stúlka með sjaldgæfan taugasjúkdóm sem heitir AHC (Alternating Hem­ip­leg­ia of Child­hood), sem lýsir sér sem stökkbreyting í genum. Færri en þúsund manns í heiminum hafa greinst með þennan sjúkdóm. Sunna er greindarskert, með athyglisbrest og hefur hvorki fullan hreyfiþroska né talþroska. Einkenni AHC eru meðal annars lömunarköst en lækning við AHC myndi koma til með að hjálpa milljónum manna með aðra taugasjúkdóma.

Samkvæmt heimildarmyndinni Human Timebombs, sem fjallar um sjúkdóminn og Sunnu Valdísi, hafa lyfjafyrirtækin ekki viljað taka þátt í þróun lyfja við sjúkdóminum í ljósi þess hversu sjaldgæfur hann er.

Úr heimildarmyndinni Human Timebombs frá 2015, sem fjallar um Sunnu og AHC.

„Allir stórir hlutir eiga sér lítið upphaf,“ segir Ólafur Darri á Twitter og vísar á styrktarsíðu sína þar sem fólki gefst kostur að styrkja leikarann og Sunnu um 1000, 2000 eða 5000 kr.

Ólafur Darri hefur stutt Sunnu í áraraðir og áður hlaupið til styrktar henni í Reykjavíkurmaraþoninu. Markmið leikarans í ár er að safna tveimur milljónum króna í þeirri von að hægt sé að þróa lyf eða lækningu við sjúkdómnum.

Reykjavíkurmaraþonið fer fram laugardaginn 18. ágúst.

Ólafur Darri og Sunna / Mynd: AHC.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar