fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fókus

Ólafur Darri hleypur til styrktar Sunnu Valdísi: „Allir stórir hlutir eiga sér lítið upphaf“

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar AHC samtakanna, eða Sunnu Valdísi Sigurðardóttur rétt til tekið.

Sunna er 12 ára stúlka með sjaldgæfan taugasjúkdóm sem heitir AHC (Alternating Hem­ip­leg­ia of Child­hood), sem lýsir sér sem stökkbreyting í genum. Færri en þúsund manns í heiminum hafa greinst með þennan sjúkdóm. Sunna er greindarskert, með athyglisbrest og hefur hvorki fullan hreyfiþroska né talþroska. Einkenni AHC eru meðal annars lömunarköst en lækning við AHC myndi koma til með að hjálpa milljónum manna með aðra taugasjúkdóma.

Samkvæmt heimildarmyndinni Human Timebombs, sem fjallar um sjúkdóminn og Sunnu Valdísi, hafa lyfjafyrirtækin ekki viljað taka þátt í þróun lyfja við sjúkdóminum í ljósi þess hversu sjaldgæfur hann er.

Úr heimildarmyndinni Human Timebombs frá 2015, sem fjallar um Sunnu og AHC.

„Allir stórir hlutir eiga sér lítið upphaf,“ segir Ólafur Darri á Twitter og vísar á styrktarsíðu sína þar sem fólki gefst kostur að styrkja leikarann og Sunnu um 1000, 2000 eða 5000 kr.

Ólafur Darri hefur stutt Sunnu í áraraðir og áður hlaupið til styrktar henni í Reykjavíkurmaraþoninu. Markmið leikarans í ár er að safna tveimur milljónum króna í þeirri von að hægt sé að þróa lyf eða lækningu við sjúkdómnum.

Reykjavíkurmaraþonið fer fram laugardaginn 18. ágúst.

Ólafur Darri og Sunna / Mynd: AHC.is
Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur
Fókus
Í gær

IceQueen-nafninu stolið af Ásdísi Rán: „Mér finnst þetta virkilega leim“

IceQueen-nafninu stolið af Ásdísi Rán: „Mér finnst þetta virkilega leim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis