fbpx
Fókus

Kalli Bjarni og Anna Valgerður eignast son: Við erum svo ástfangin af honum“

Fókus
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 20:20

Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni eignaðist í dag dreng með eiginkonu sinni Önnu Valgerði Larsen. Kalli Bjarni varð landsþekktur þegar hann fór með sigur úr býtum í fyrstu þáttaröðinni af Idol Stjörnuleit árið 2004. Kalli Bjarni hefur látið á sér kveða á þessu ári eftir að hafa dregið sig nokkuð í hlé. Það vakti mikla athygli þegar hann sagði sögu sína í þættinum Burðardýr sem sýndur var á Stöð 2 síðasta vetur. Í þættinum sagði Kalli Bjarni:

„Í dag einskorðast ég við það að vera heiðarlegur og samkvæmur sjálfum mér. Ég reyni ekki að vera einhver bara af því að einhver annar vill að ég sé það. Ég er náttúrulega búinn að ganga um með samviskubit í maganum yfir því að hafa í raun brugðist heilli þjóð. Ég vann fyrsta Idolið og hvað þýðir Idol? Það þýðir fyrirmynd.“

Sjá nánar: Gæsahúð og tár þegar Kalli Bjarni söng fyrir 95 ára ömmu sína

Þá grætti hann allar húsmæður í Vesturbænum í hjartnæmu lokaatriði þáttarins þegar hann heimsótti ömmu sína á hjúkrunarheimili í Grundarfirði. Þar setti hann upp einkatónleika í herbergi hennar og söng sálm fyrir gömlu konuna sem réð ekki við tárin. Óhætt er að fullyrða að viðbrögð hennar við söngflutningnum láti engan ósnortinn. Lífið heldur áfram að leika við Kalla en í dag eignaðist hann og Anna Valgerður son. Kalli Bjarni var í skýjunum þegar DV náði af honum tali. Drengurinn var tekinn með keisaraskurði og var tólf merkur. Kalli Bjarni segir á Facebook:

„Elsku prinsinn okkar mætti með látum kl 11:30 með valkeisara. Hann er 12 merkur og 47 cm. Við erum svo ástfangin af honum. Allt gekk svo vel.“

Fókus
Fókus er fyrir fólk sem kýs litla flokka, fólk sem kýs stóra flokka, fólk sem fílar hunda betur en ketti, ketti betur en hunda, páfagauka betur en fiska, fiska betur en allt annað á jörðinni. Fókus er fyrir fólk með fléttur, fólk sem á of mikið af jakkafötum, fólk sem langar í fleiri jakkaföt, fólk sem borar í nefið þegar það heldur að enginn sjái til. Fókus er fyrir fólk sem þarf gleraugu og líka fyrir fólkið sem sér alltaf allt í fókus. Fókus er fyrir þig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Rafnar selur glæsieign í Garðastræti

Páll Rafnar selur glæsieign í Garðastræti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý orðin flotþerapisti

Ellý orðin flotþerapisti
Fókus
Fyrir 3 dögum

10 bestu íþróttakvikmyndirnar

10 bestu íþróttakvikmyndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástin fölnaði hjá stjörnuparinu

Ástin fölnaði hjá stjörnuparinu