Mánudagur 17.desember 2018
Fókus

Ellý leitar aftur til upphafsins – Spáðu í það

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 28. júlí 2018 14:00

Athafnakonan Ellý Ármannsdóttir lætur sko verkin tala og er dugleg að hafa eitthvað fyrir stafni og leita jafnvel á nýjar og ókunnar slóðir.

Málverkin hennar eru gott dæmi um það, en Ellý byrjaði að mála í fyrra af gríð og erg og renna málverkin út hraðar en málningin nær að þorna.

Ellý leitar núna aftur á gamalkunnar slóðir, í að spá fyrir fólki. Spáspil Ellýjar hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin, en í dag má draga tarotspil dagsins á síðu hennar Fréttanetið.

„Hóaðu saman 10-15 konum (hittumst á vinnustofunni minni) þar mála ég og fletti upp í spáspilunum mínum fyrir gesti (þar sem við skoðum nútíð & 1-2 mánuði fram í timann) – 500 kr hver spá,“ segir Ellý á Facebooksíðu sinni.

Hjá Ellý sjálfri hafa spilin raðað sér upp í rétta röð, en hún fann ástina í fangi Hlyns Jakobssonar.

Facebooksíða Ellýjar.

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga nagli komin með Heilsuvarp

Ragga nagli komin með Heilsuvarp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“