fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fókus

Starfsmaður með hjarta úr gulli í Hagkaup – „Ég hef aldrei upplifað svona mikinn kærleika“

Auður Ösp
Mánudaginn 23. júlí 2018 11:59

Eva Rós ásamt starfsmanninum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Ólafsdóttir varð vitni að einstakri gjafmildi og örlæti ókunnugrar konu í verslun Hagkaupa í gærkvöldi. Berglind segir í samtali við DV að konan sem er starfsmannastjóri í versluninni hafi sýnt af sér einstaka manngæsku. „Hún var algjör engill.“ Berglind opnaði sig fyrst um góðverkið í Facebookhópnum Góða systir.

Kveðst Berglind hafa heimsótt verslun Hagkaupa í Skeifunni í gærkvöldi ásamt barnabarni sínu, Evu Rós. Berglind sá þar kjól sem hana langaði að máta og fékk hún leyfi hjá verslunarstjóranum þó svo að búið að væra að loka mátunarklefunum. Ekki nóg með það heldur bauðst verslunarstjórinn einnig til að líta eftir Evu Rós.

„Á meðan ég var að máta náði Eva Rós í fullt leikföngum sem hana langaði í því hún var sjálf með veski og átti kannski 50 krónur. Síðan þegar  ég er búin að máta kjólinn og ætla að fara á kassann að greiða fyrir hann var Eva Rós hágrátandi, því hún vildi ekki skila öllu dótinu sem hún hafði skoðað í versluninni,“ segir Berglind og lýsir því sem gerðist næst.

„Verslunarstjórinn, þessi dásamlega á myndinni, þurkaði tárin af Evu Rós 4 ára og sagði henni að koma með sér. Síðan tók hún upp kreditkortið sitt og borgaði reikninginn sem var næstum sex þúsund krónur. Kyssti svo barnabarnið mitt bless og óskaði þess að hún myndi njóta þess að leika sér með dótið.“

Berglind segist vera snortin yfir góðvild og gjafmildi konunnar sem hún segir vera yndislega og „með risastórt hjarta.“

„Ég hef aldrei upplifað svona mikinn kærleika hjá neinum ókunnugum áður þessi manneskja er þvílíkur engill og með dásamlegt hjartalag.  Ég spurði verslunarstjórann dásamlega hvort ég mætti taka mynd af þeim skvísum saman og hún samþykkti það,“ segir Berglind og bætir við að verslunarstjórinn hafi þverneitað að taka við greiðslu frá henni fyrir varninginn. Berglind hyggst leggja leið sína í Hagkaup á næstunni til að tjá henni frekar þakklæti sitt.

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma
Í gær

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis

Kvika – Örþunn lína ástar og ofbeldis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Köttur með einbeittan brotavilja – Sjáðu myndbandið!

Köttur með einbeittan brotavilja – Sjáðu myndbandið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“

Mynd dagsins: „Þegar potturinn er orðinn IceHot“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði

Sindri selur glæsihýsi í Skerjafirði: 320 fermetrar með líkamsrækt og gufubaði