fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Fókus

Hún stillti sér upp á bikiníi á miðju torginu – Viðbrögð vegfarenda fengu hana til að tárast

Auður Ösp
Sunnudaginn 22. júlí 2018 17:00

Ljósmynd/Instagram

Anna O’Brien er tísku og lífstílsbloggari sem beinir skrifum sínum sérstaklega að konum í yfirstærð. Hún tók nýlega áskorun frá þýskri sjónvarpsstöð um að stilla sér upp í mannhafinu á Times Square í New York- á baðfötum einum fata. Í bloggfærslu sinni segist hún hafa viljað gefa fólki tækifæri á að sjá venjulegan líkama konu í yfirstærð. Hún segist vissulega hafa verið undir það búin að vera kölluð feit og fá á sig skammir og aðdróttanir. Viðbrögð vegfarenda komu henni hins vegar á óvart. En ekki á góðan hátt.

Anna segir almenning yfirleitt sjá sömu týpuna af fyrirsætum í yfirstærð. Fyrirsætur sem að hennar sögn er ekki beinlínis feitar, en vel í holdum og með stundarglasavöxt. Þegar þær sitja fyrir á baðfötum eru þær síðan yfirleitt látnar klæðast sundbol til að hylja magann. Anna er ekki ein af þessum fyrirsætum. Hún vildi leyfa fólki að sjá hana á bikini- nákvæmlega eins og hún er.

„Ég er meira heldur en bara líkami minn og ég á skilið að upplifa virðingu og mannlega reisn.“

Tilraunin fór öðruvísi en hún bjóst við. Greinir hún meðal annars frá því að þrír karlmenn hafi gengið upp að henni og byrjað að taka af henni myndir í gríð og erg. Þeir hafi hlegið og hæðst að henni og einn af þeim hafi hrópað að henni „að hrista á sér rassinn af því að honum langaði svo mikið að sjá stóru rasskinnarnar á henni skellast saman.“

„Ég fann kökk myndast í hálsinum og tárin byrjuðu að brjótast fram. Ég var búin að búa mig undir að það yrði bent á mig, fólk myndi hæðast að mér og kalla mig feita,“ ritar hún og bætir við að hún hafi hins vegar ekki gert ráð fyrir að líkami hennar yrði skotspónn kynferðislegra athugasemda.“

Í færslu á Instagram ritar hún einnig: „Þetta var yfirþyrmandi í byrjun. Það var ekki vegna þess að það var verið að hæðast að mér, heldur út af ýktum kynferðislegum athugasemdum frá nokkrum karlkynsáhorfendum.“

Í bloggfærslu sinni bendir hún á að það hafi verið frekar kaldhæðnislegt að skammt frá henni stóðu tvær konur, tágrannar, kviknaktar og líkamar þeirra þaktir málningu. Þær voru hluti af hóp skemmtikrafta á Times Square. Hún segir engan hafa hrópað eða kallað sambærilegar athugasemdir að þessum tveimur stúlkum. Enginn hafi komið með viðbjóðslegar og níðrandi lýsingar á því hvað þeim langaði að gera við þær í rúminu.

„En það sem ég fékk að heyra, sem bikinímódel í yfirstærð, voru svo grafískar lýsingar að mér varð hreinlega óglatt.“

Hún lýsir því hvernig karlmaður í áhorfendahópnum sá ástæðu til að fullvissa hana um að það væru karlmenn þarna úti sem girndust konur eins og hana. Hann hafi kallað í átt að henni:

„Við elskum drottningar með stóra rassa. Flaggaðu þessu fyrir aðdáendur þína.“

Hún segir að þessi sami maður hafi síðan réttlætt níðrandi ummæli sín með því að segja að „feitar konur vissu ekki að það væri möguleiki fyrir þær að sofa hjá.“

 Á öðrum stað í færslunni lýsir hún því hvernig karlmaður kom aftan að henni og byrjaði að taka ljósmyndir af bakhlutanum á henni í gríð og erg, frá öllum mögulegum sjónarhornum.

„Fyrir honum var ég greinilega andlitslaus. Ég var ekkert annað en búkur fyrir hann til að kanna og skoða. Honum var alveg sama um tilfinningar mínar.“

 „Þetta var svo niðurlægjandi. Ég skildi ekki af hverju ég þurfti að sætta mig við þetta. Ég hugsaði með mér að kanski ætti ég bara að hætta þessu strax, þó svo að ég hafði aðeins staðið þarna í rúmlega 15 mínútur. Þegar ég var alveg að fara að gefast upp þá kom ég auga á litla stelpu sem stóð skammt frá og var að virða mig fyrir sér. Ég veifaði henni og hún brosti til mín á móti.

 „Þú ert sæt,“ sagði hún.

Þarna, á þessum tímapunkti var tilganginum náð. Einhver var búinn að sjá MIG.

 Með skrifum sínum vonast Anna til að valdefla kynsystur sínar og gera þeim grein fyrir  að þær eiga ekki byggja sjálfsmynd sína á því hversu kynþokkafullar þær eru í augum annarra.

„Höfum þetta á hreinu: Konur í yfirstærð, eða reyndar bara alla konur yfirhöfuð, eiga ekki að byggja sjálfsvirðingu sína á því hvort einhver vilji sofa hjá þeim eða ekki. Þú fæddist ekki í þennan heim til að fullnægja einhverjum öðrum. Þitt hlutverk er að breyta heiminum.“

 

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Kristín Þóra valin í Shooting Stars 2019 – „Sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum“

Kristín Þóra valin í Shooting Stars 2019 – „Sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Brjóttu upp kyrrsetuna

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Brjóttu upp kyrrsetuna
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Stjórnin gefur út sitt fyrsta jólalag – Enn ein jól

Stjórnin gefur út sitt fyrsta jólalag – Enn ein jól
Fókus
Í gær

Guðrún Dröfn fann upprunann á verndarsvæði

Guðrún Dröfn fann upprunann á verndarsvæði
Fókus
Í gær

Jodie Foster tekur við af Halldóru sem Halla – „Ég get ekki beðið eftir að leika hana“

Jodie Foster tekur við af Halldóru sem Halla – „Ég get ekki beðið eftir að leika hana“
Fókus
Í gær

Linda Pé var dómari í Ungfrú Heimur 2018

Linda Pé var dómari í Ungfrú Heimur 2018
Fókus
Í gær

Margir minnast Einars Darra: „Hann var með bros sem lýsti upp allt í kringum hann“

Margir minnast Einars Darra: „Hann var með bros sem lýsti upp allt í kringum hann“