Mánudagur 17.desember 2018
Fókus

Besti vinurinn var versti óvinurinn – „Það var dagleg stríðni, ef það var haldið partí fékk ég vitlaust heimilisfang“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 22. júlí 2018 18:30

Snæbjörn Ragnarsson er meðlimur í tveimur af vinsælustu hljómsveitum landsins, Skálmöld og Ljótu hálfvitunum. Að auki er hann tveggja barna faðir sem vinnur á auglýsingastofu frá klukkan 9 til 17 á milli þess sem hann sinnir rokkstjörnuhlutverkinu í hjáverkum. Snæbjörn, sem er aldrei kallaður annað en Bibbi, settist niður með Kristni H. Guðnasyni, blaðamanni DV, og ræddi æskuna, drauminn um Ólympíuleikana, hljómsveitalífið og sjálfsvígið sem hafði gríðarleg áhrif á líf hans.

Hér fyrir neðan er að finna brot úr ítarlegu helgarviðtali DV við Snæbjörn Ragnarsson.

Hann segist hafa átt afar auðvelt með nám og naut sín vel á Laugum. Það breyttist þó þegar hann flutti til Húsavíkur að loknum barnaskóla. „Þar rakst ég í raun á vegg félagslega. Ég hafði alltaf verið mjög sterkur á því sviði og leitaði því strax til þeirra sem drottnuðu efst á félagslega pýramídanum. Sá hópur lagðist eiginlega á mig og hélt mér í raun markvisst niðri. Það var daglegt bögg og stríðni, til dæmis ef það var haldið partí þá fékk ég vitlaust heimilisfang til að byrja með. Allt í einu var ég orðinn trúðurinn og upplifði reglulega mikla niðurlægingu,“ segir Snæbjörn. Hann segist hafa reynt að bera sig vel á þessum árum en þessi upplifun hafi tekið sinn toll.

„Ég kveið fyrir því að fara í skólann á þessum árum og þetta hafði mikil áhrif á mig. Ég var eiginlega langt fram á unglingsár að jafna mig á þessu.“

Svo einkennilega vill til að einstaklingar sem eru nánir vinir hans í dag og jafnvel í sömu hljómsveit gengu harðast fram í þessari hegðun. „Besti vinur minn var í raun versti óvinur minn á þessum árum. Við erum samt löngu búnir að ræða þennan tíma opinskátt og hreinsa allt út,“ segir Bibbi og brosir.

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga nagli komin með Heilsuvarp

Ragga nagli komin með Heilsuvarp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“