fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Fókus

Kærasta Snæbjörns svipti sig lífi – „Hann opnaði augu mín fyrir því hvernig góðir sálfræðingar og geðlæknar geta bjargað mannslífum“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 22. júlí 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snæbjörn Ragnarsson er meðlimur í tveimur af vinsælustu hljómsveitum landsins, Skálmöld og Ljótu hálfvitunum. Að auki er hann tveggja barna faðir sem vinnur á auglýsingastofu frá klukkan 9 til 17 á milli þess sem hann sinnir rokkstjörnuhlutverkinu í hjáverkum. Snæbjörn, sem er aldrei kallaður annað en Bibbi, settist niður með Kristni H. Guðnasyni, blaðamanni DV, og ræddi æskuna, drauminn um Ólympíuleikana, hljómsveitalífið og sjálfsvígið sem hafði gríðarleg áhrif á líf hans.

Hér fyrir neðan er að finna brot úr ítarlegu helgarviðtali DV við Snæbjörn Ragnarsson.

Um svipað leyti gekk hann í gegnum hrikalega reynslu sem setti svip sinn á líf hans lengi á eftir. Kærasta hans, Anna María, svipti sig lífi á gamlárskvöld 1999. „Við byrjuðum saman árið 1997. Hún átti dóttur fyrir, fósturdóttur mína, sem var ársgömul þegar við kynntumst. Það var búið að vera smá drama í gangi og við hættum saman á annan í jólum. Anna María sviptir sig síðan lífi nokkrum dögum síðar,“ segir Bibbi.

Eðlilega var um gríðarlegt áfall að ræða sem hann var lengi að vinna úr. „Þetta var hræðilegur tími. Ég hef alltaf átt ofboðslega gott fólk í kringum mig sem hélt utan um mig á þessum tíma, en foreldrar, fjölskylda og vinir Önnu Maríu reyndust mér líka ofboðslega vel. Það vottaði aldrei á neinni ásökun í minn garð heldur var tekið á þessu af yfirvegun og skynsemi,“ segir Bibbi.

Hann segist hafa frestað því lengi að takast á við vandamálin sem fylgdu í kjölfarið. „Mér var otað í átt að sálfræðingum og geðlæknum en þeir sem ég hitti náðu ekki til mín. Ég nennti ekki að standa í þessu og er svo góður í kjaftinum að ég bullaði mig út úr þessu. Mér fannst mér ekki líða illa og ég var viss um að ég væri ekki þunglyndur. Þegar ég horfi til baka þá var það kannski ekki alveg svo einfalt. Ég átti það til að loka mig af og mæta ekki í vinnuna. Lá bara heima og spilaði Playstation eins og það væri töff. Ég drakk mikið á þessum tíma en aldrei þó illa. Ég gerði aldrei neitt af mér og fékk eiginlega aldrei móral eða kvíða eftir fyllerí. Þetta er samt kannski það alkóhólískasta sem hægt er að segja,“ segir Bibbi kíminn.

Hitti frábæran sálfræðing

Hann hafi loks farið í tíma til Trausta Valssonar sálfræðings. „Ég sagði honum alla sólarsöguna og það fyrsta sem hann sagði við mig var að þetta væri allt mér að kenna. Ég horfði bara undrandi á hann og hugsaði: „Hvaða snillingur er þetta?“. Ég gekk til hans í mörg ár, miklu lengur en ég í raun þurfti. Hann opnaði augu mín fyrir því hvernig góðir sálfræðingar og geðlæknar geta bjargað mannslífum. Hann hjálpaði mér líka mikið við að finna mína fjöl í lífinu. Ég fæ svona 300 hugmyndir á dag en svo talar maður margar þeirra niður og framkvæmir ekkert. Það gilti til dæmis um þann draum að stofna þungarokkhljómsveit. Ég var viss um að enginn mundi enginn nenna að hlusta á þungarokk. Trausti sagði mér að vera ekki með neinn aumingjaskap heldur gera eitthvað í málunum. Það var það sem ég gerði,“ segir Bibbi.

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu helgarviðtali við Snæbjörn.

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Bílastæði í Mjóddinni – Sérðu eitthvað athugunarvert við myndina?

Bílastæði í Mjóddinni – Sérðu eitthvað athugunarvert við myndina?
Fókus
Í gær

Dulbúinn og dularfullur Sjálfstæðismaður vekur kátínu: „Þvílíkt lúkk“

Dulbúinn og dularfullur Sjálfstæðismaður vekur kátínu: „Þvílíkt lúkk“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastýra Samfylkingarinnar selur slotið: Tæplega 200 fermetrar og pottur í garðinum

Framkvæmdastýra Samfylkingarinnar selur slotið: Tæplega 200 fermetrar og pottur í garðinum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Buff, Magni og Sigga Eyrún senda frá sér nýtt lag

Buff, Magni og Sigga Eyrún senda frá sér nýtt lag