fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Vasaspegill : Hvernig er best að fanga andrúmsloft með myndavél?

Guðni Einarsson
Föstudaginn 20. júlí 2018 17:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu dökkar geta ljósmyndir verið áður en þær umhverfast í myrkur?  Hvernig er best að mála með ljósi? Hvað gerist í dansi ljósmyndarans og viðfangsins? Hvernig er best að fanga andrúmsloft með myndavél?

Þetta eru allt spurningar sem vöktu fyrir listakonunni Bjargeyu Ólafsdóttur við gerð ljósmyndaseríunnar Vasaspegils sem opnuð verður á morgun, 21 júlí í Ramskram gallery á Njálsgötu. Í samtali við blaðamann segist Bjargey hafa unnið seríuna hægt og rólega á flakki í ýmsum löndum í samstarfi við fólk sem hún þekkir og treystir með leik og spuna til grundvallar.

Bjargey Ólafsdóttir býr og starfar að list sinni í Reykjavík. Hún nam myndlist við Myndlista og handíðaskóla Íslands sem og Myndlistarakademíuna í Helsinki. Hún nam ljósmyndun við Aalto University í Helsinki og kvikmyndagerð við Binger Filmlab í Amsterdam. Listsköpun Bjargeyjar Ólafsdóttur er ekki bundin við einn listmiðil heldur velur hún sér þann miðil sem henni finnst henta hugmyndinni best hverju sinni. Bjargey fæst við kvikmyndagerð, hljóðverk, gjörninga, teiknar, málar og ljósmyndar. Mörg verka hennar segja sögur. Þau segja til að mynda sögur af tannlæknum sem leiðist, rokkstjörnum í Japan og konum sem geta skyggnst inn í framtíðina og handan hins sýnilega heims. Verk hennar eru stundum ískyggileg og þau eru oft ísmeygileg og fjörug. Sum verka hennar eru súrrealísk og þau eru hlaðin táknum sem virðast hafa komið til listamannsins í draumi eða þegar hann var á milli svefns og vöku. Verk Bjargeyjar leika sér þannig að því sem við teljum gefið, þau dansa á línunni á milli raunveruleika og skáldskapar.

Bjargey var tilnefnd til ljósmyndaverðlaunanna Deutsche Börse Photography prize og the Godowski Colour photography Award fyrir ljósmyndaseríu sína Tíru sem hún sýndi í Ljósmyndasafni Reykjavíkur árið 2009. Bjargey hefur undanfarin ár sýnt list sína hér heima og erlendis. Til að mynda á Listasafni Reykjavíkur, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Kunstverein Munich, KunstWerke Berlin, Galeria Traschi, Santiago Chile, Nútímalistasafninu í Stokkhólmi, Manifesta Foundation Amsterdam, XYZ Collective, Tokyo, Japan, The Moore Space Miami og E-flux og BRAC í New York. Palm Springs International film festival, USA, Gothenburg Film Festival, Sweden, Aix en Provence international short film festival, France.

Sýningin Vasaspegill stendur frá og með 21 júlí til 25 ágúst í Ramskram gallerý á Njálsgötu 49.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Í gær

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar