fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Er þetta lausnin á vanda heimilislausra?

Auður Ösp
Mánudaginn 2. júlí 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta hefur gengið vonum framar. Ábyrgðartilfinningin sem þessir einstaklingar sýna er ólýsanleg og þeir sinna þessum störfum með einstaklega miklu stolti,“ segir Brandon Bennett yfirmaður nýstárlegrar aðgerðaráætlunar hjá Forth Worth borg í Texas. Fyrir nokkrum misserum fór í gang tilraunaverkefni hjá borginni sem miðar að því að fækka heimilislausum með því að útvega þeim launaða vinnu við að tína rusl af götunum. Tilraunin heppnaðist svo vel að nú hefur aðgerðaráætlun verið sett í gang og þá hefur verkefnið einnig verið sett í gang í Albuquerque, Portland, Chicago og Denver.

Einstaklingarnir fá greidd laun og hin ýmsu fríðindi  auk þess sem þeim er útvegað húsnæði. Þá fá þau einnig þjálfun og ráðgjöf til að takast á við hinn hefðbunda vinnumarkað.

Fyrir marga þáttakendur þýðir þetta nýtt upphaf en flestir þeirra hafa ekki verið í launuðu starfi svo árum skiptir.

„Það er auðvelt fyrir því að missa algjörlega vonina þegar þau verða heimilislaus. Þau missa tengslin sem þau þurfa til að geta verið virkir þjóðfélagsþegnar og líf þeirra snýst eingöngu um það að færa sig frá einum samastað til annars á milli þess sem þau standa í biðröð við súpueldhús,“

segir Bennett og bendir einnig á að að stór hluti heimilislausra er á sakaskrá sem gerir það að verkum að þeir fá ekki vinnu hjá borginni og hinum ýmsu vinnuveitendum.

„Með þessum hætti gefst þeim tækifæri til að byggja upp ferilskrá sem þau geta lagt fyrir atvinnurekendur,“ segir hann jafnframt og bætir við að starfskraftar þessara einstaklinga hafi reynst gríðarlega verðmætir. Flestir hafa reynst hörkuduglegir enda þakklátir fyrir tækifærið.

Einn af þeim sem tekið hafa þátt í verkefninu er Frank Christ, en hann var nýkominn úr fangelsi og var bæði heimilislaus og atvinnulaus þegar hann fékk starfið hjá borginni. „Mér líður miklu betur í dag en áður,“ segir hann en eftir að hann hóf störf hefur hann  aldrei misst dag úr vinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“