fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Syrgjandi faðir biðlar til fólks: Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt alltaf að þvo hendurnar nálægt smábarni

Auður Ösp
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er búið að taka mig meira en mánuð að skrifa þetta, en ef að andlát hennar getur orðið til þess að forða öðrum frá því að upplifa þennan harmleik, þá verður það þess virði að láta á reyna,“ ritar Bandaríkjamaðurinn Jeff Gober í átakanlegri færslu á facebook. Dóttir hans var aðeins þriggja vikna gömul þegar hún lést af völdum herpes veirusýkingar. Jeff biðlar til fólks að gæta ítrasta hreinlætis nálægt ungabörnum. Það hefði getað bjargað lífi dóttur hans.

Mallory, dóttir Jeff fæddist alheilbrigð en byrjaði að fá háan hita þegar hún var einungis nokkurra daga gömul. Ekki leið á löngu þar til blöðrur byrjuðu að myndast á líkama hennar, og ljóst var að hún var komin með lífshættulega sýkingu.  Hún lifði í aðeins tvær vikur í viðbót.

Sýkingin sem Mallory litla fékk var völdum algengustu gerðarinnar af herpesveitunni (herpes simplex virus 1) en um er að ræða sama vírus og veldur frunsum og kynfæraáblæstri   Alþekkt er að vírus smitast til fólks snemma á lífsleiðinni en getur legið í dvala árum saman. Sumir hafa því enga hugmynd um að þeir séu með vírusinn, þar sem þeir fá aldrei nein einkenni.

„Jafnvel þó svo að þú sért ekki með frunsu þá getur þú samt verið smitberi,“ ritar hann á öðrum stað í færslunni.

Ungabörn eru einstaklega viðkvæm fyrir sýkingunni enda er ónæmiskerfi þeirra ekki fullþroskað.

Jeff segir að engin af þeim sem komust í snertingu við dóttur hans hafi verið með sýnilega frunsu og brýnir enn og aftur fyrir fólki að gæta ítrasta hreinlætis nálægt nýfæddum börnum.

Mallory litla náði ekki háum aldri. Ljósmynd/Facebook

„Mallory var stöðugt að með hendurnar í andlitinu á sér og var alltaf að sjúga á sér fingurna, þannig að það er næstum öruggt að hendurnar á henni komust í snertingu við vírusinn á einhverjum tímapunkti,“ ritar hann.

„Ef þú átt ungabarn, eða ert að fara að vera nálægt ungabarni, þvoðu þér þá um hendurnar. Stöðugt.

Ef einhver vill fá að halda á litla barninu þínu, sjáðu til þess að viðkomandi þvoi sér um hendurnar. Og láttu hann eða hana svo gera það aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla