fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fókus

Draumaferðin ónýt – 15 ára stúlku bannað að fara til Íslands – „Búin að gráta stanslaust síðan hún fékk fréttirnar“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 21:00

15 ára gömul bresk táningsstúlka  að nafni Jess Park-Davies átti draum. Draumurinn var Ísland. Hún var búin að bíða í marga mánuði eftir að heimsækja draumalandið ásamt skólafélögum sínum og virða fyrir sér jökla og eldfjöll. Henni var hins vegar meinað að koma með. Ástæðan er sú að Jess  þjáist af cystic fibrosis, arfgengum sjúkdómi sem lýsir sér í alvarlegri truflun á starfsemi lungna og meltingarfæra, og þarf reglulega að sprauta sig með insúlíni.

Jess kemur frá Lichfield og hafði skólinn hennar, King Edward VI School, skipulagt fimm daga ferðalag til Íslands fyrir nemendurna. Brottför var 2.júlí síðastliðinn en viku áður var flugmiði Jess afbókaður af hálfu skólans.

Jess greindist með umræddan sjúkdóm í október 2016 og þarf að sprauta sig með insúlíni á hverju kvöldi til að halda einkennum niðri.

Móðir Jess, Helen Park-Davies fullyrðir í samtali við Daily Mail að skólayfirvöld hafi fyrir löngu verið upplýst um sjúkdóm dóttur hennar. Jess þáði lengi vel aðstoð frá heimahjúkrunarfræðingi við að sprauta sig, þar sem hún er hrædd við nálar. Móðir hennar segir að eftir að tilkynnt var um skólaferðalagið á sínum tíma hafi þær mæðgur gert samkomulag við skólann um að Jess myndi taka mánuð í að þjálfa sig upp í að sprauta sig sjálf, að það hafi henni tekist.

Mæðgurnar Jess og Helen.

Helen  kveðst hafa sent skólanum tölvupóst þann 25.júní síðastliðinn og látið stjórn skólans vita að dóttir hennar myndi sjá alfarið sjálf um insúlíngjöfina. Degi síðar var henni hins vegar tjáð að Jess gæti ekki komið með í ferðalagið þar sem kennararnir vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á því ef eitthvað kemur upp hjá Jess í ferðinni.

„Þetta er svo óréttlátt,“ segir Helen og bætir við að dóttir hennar sé eyðilögð. Allir vinir hennar hafi fengið að fara í ferðina.

„Hún er búin að gráta stanslaust síðan hún fékk fréttirnar. Þetta er ömurlegt,“ segir hún en hún telur víst skólinn hafi þegar verið búinn að afpanta flugmiðann fyrir Jess, án vitundar hennar og ætli nú að reyna að klóra sig út vandræðunum.

Hún segir allar viðræður við skólayfirvöld hafa verið árangurslausar, þrátt fyrir að þrír sérfræðingar séu búnir að leggja fram vitnisburð þess efnis að Jess þurfi ekki neina aðstoð við insúlíngjöfina, og er engum háð hvað það varðar. Segist hún hafa fullvissað skólayfirvöld um að insúlínið væri ekki fyrir bráðatilfelli, heldur er það hugsað sem langtímalækning fyrir Jess. Þá segist hún hafa lagt áherslu á það við skólann að þó svo að dóttir hennar gleymi að sprauta sig, og jafnvel þó að hún sprauti sig ekki í fimm daga, þá sé hún ekki í neinni lífshættu.

Á meðan segjast skólayfirvöld ekki geta tjáð sig um einstök mál nemenda en í samtali við Daily Mail segir skólastýran Jane Rutherfold að um „flókið mál sé að ræða.“

Auður Ösp
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Ragga nagli – „Líkamslögun þín hefur ekki áhrif á börnin þín“

Ragga nagli – „Líkamslögun þín hefur ekki áhrif á börnin þín“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Vísindamenn gleyptu Lego hausa til að sjá hvað þeir væru lengi að skila sér

Vísindamenn gleyptu Lego hausa til að sjá hvað þeir væru lengi að skila sér
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Emmsjé Gauti hannar strigaskó í samstarfi við Helga – „Ég vil ekki myrða neinn“

Emmsjé Gauti hannar strigaskó í samstarfi við Helga – „Ég vil ekki myrða neinn“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fylgstu með Löggutísti – Innsýn í störf lögreglunnar í sólarhring

Fylgstu með Löggutísti – Innsýn í störf lögreglunnar í sólarhring
Fókus
Í gær

Monki opnar í Smáralind í vor

Monki opnar í Smáralind í vor
Fókus
Í gær

Inga Björk gefur út Róm

Inga Björk gefur út Róm
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Gefðu góða samverustund til þeirra sem standa þér næst

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Gefðu góða samverustund til þeirra sem standa þér næst
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn og stuðningsfólk Flokk fólksins líklegast til að eiga gæludýr

Karlmenn og stuðningsfólk Flokk fólksins líklegast til að eiga gæludýr