fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Upplifði bestu stundir ævinnar á Íslandi – Hálfu ári síðar var hann myrtur á hroðalegan hátt

Auður Ösp
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 19 ára gamli Blaze Bernstein upplifði bestu stundir ævi sinnar þegar hann heimsótti Ísland seinasta sumar ásamt fjölskyldu sinni.  Hann var heillaður af náttúrufegurðinni og lék á alls oddi, enda voru ferðalög hans helsta ástríða í lífinu. Rúmlega hálfu ári var hann stunginn til bana og líki hans hent ofan í holu í almenningsgarði. Umrætt morðmál hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum og vilja margir meina að um hatursglæp sé að ræða en Blaze var samkynhneigður piltur af gyðingaættum.

Hugfanginn af lundavarpi

Blaze ólst upp í Lake Forest í Kaliforníu hjá foreldrum sínum og yngri systur og var fjölskyldan einstaklega samheldin. Eftir menntaskóla fór hann í undirbúningsnám fyrir læknisfræði í Pensylvaníuháskóla en fór reglulega í heimsókn til fjölskyldu sinnar í Kaliforníu. Fjölskyldan ferðaðist mikið og í júní á seinasta ári heimsóttu þau Ísland. Faðir Blaze segir  son sinn hafa tjáð sér á meðan á ferðalaginu stóð að „þetta væri besti tími lífs hans.“

Á minningarsíðu sem komið var á fót eftir andlát Blaze kemur fram að hans helst ástríða í  lífinu var að ferðast og upplifa nýja menningarheima.

„Hann komst í guðatölu í vinahópnum þegar hann gerðist svo kræfur að smakka kæstan hákarl, íslenskan rétt sem þykir verulega ólystugur,“ segir í textanum og þá kemur fram að Blaze hafi alltaf verið opinn fyrir fyrir nýjum ævintýrum. Í Íslandsferðinni var hann meira en til í að ganga á fjöll, fara í kajakróður í ískaldri rigningu og jafnvel keyra til klukkan þrjú um nóttina til að finna Airbnb gistingu.

Þegar fjölskyldan heimsótti Vestmannaeyjar uppgötvaði Blaze lundavarp og varð gjörsamlega heillaður.

„Þrátt fyrir ískalt rokið þá sat hann þarna í nærri því klukkustund, tók ljósmyndir og virti fyrir sér fuglalífið með sjónaukanum sínum, á meðan restin af fjölskyldunni flúði kuldann og kúrði sig saman inni í bíl.“

Dularfullt hvarf

Í desember síðastliðnum flaug Blaze heim til Kaliforníu til að eyða jólafríinu í faðmi fjölskyldu og vina í Lake Forest. Hann ætlaði svo að fljúga til baka til Pensylvaníu þann 7. janúar. 2. janúar 2018 var hins vegar seinasti dagur ævi hans.

Fyrr um kvöldið hafði Blaze eldað ljúffenga máltíð handa fjölskyldunni, áður en foreldrar hans kvöddu hann og keyrðu litlu systur hans í næturgistingu hjá vinkonu. Daginn eftir átti Blaze pantaðan tíma hjá tannlækni  klukkan tvö. Hann lét aldrei sjá sig. Slökkt var á símanum hans og vakti það samstundis áhyggjur hjá foreldrum hans, þar sem að sonur þeirra gætti þess alltaf að hægt væri að ná í hann, alveg sama hvað.

Gögn frá fjarskiptafyrirtæki leiddu í ljós að Blaze og félagi hans, Samuel Woodward höfðu lagt leið sína í almenningsgarð í bænum um hálf ellefu leytið þetta kvöld. Foreldrar Blaze höfðu enga hugmynd um sð sonur þeirra og Samuel væru vinir, en vissu að þeir tveir höfðu verið bekkjarfélagar í menntaskóla.

Að sögn foreldra Blaze var hann ekki með neina peninga eða skilríki á sér þegar hann fór að heiman, og hann hafði aldrei á ævinni smakkað áfengi eða notað fíkniefni.

Leitin að Blaze stóð yfir í rúma viku,þar til lík hans fannst á öðrum stað í garðinum. Hann hafði verið stunginn 20 sinnum og þvínæst hent niður í grunna holu. Hann fannst eftir rigning skolaði burt moldinni sem huldi líkið.

Þegar lögreglan yfirheyrði vininn, Samuel í fyrsta skipti sagðist hann hafa brugðið sér á salerni í garðinum þetta kvöld og þegar hann kom til baka var Blaze hvergi að sjá. Tveimur dögum eftir að líkið fannst viðurkenndi hann að fyrr um kvöldið hefði Blaze reynt að kyssa hann þar sem þeir sátu saman inn í bíl. Í kjölfarið kom til átaka á milli þeirra tveggja sem enduðu á hrottalegan hátt. Við leit á heimili Samuel og í bílnum hans fannst fjöldi hnífa.

Samuel var handtekinn og ákærður fyrir morðið. Fram kemur í bandarískum miðlum að hann sé meðlimur í nýnasistasamtökunum Atomwaffen Divison en samtökin eru talin tengjast fimm öðrum morðmálum sem upp hafa komið víðsvegar um Bandaríkin.

2. febrúar síðastliðinn lýsti Samuel yfir sakleysi sínu fyrir dómi. Í seinasta mánuði greindu bandarískir miðlar frá því að réttarhöldum yfir Samuel hefði verið frestað vegna seinagangs hjá ákæruvaldinu. Því er enn óvíst hvort að Samuel verði sakfelldur vegna morðsins.

Móðir Blaze hefur látið hafa eftir sér í viðtölum við þarlenda miðla að fjölskyldan hafi verið undir það búin að meðferð málsins gæti tafist fyrir dómi. Foreldrar hans hafa þó ekki viljað tjá sig um þær getgátur að um hatursglæp sé að ræða.

„Ef við tjáum okkur um það núna þá mun þessi ungi maður ekki hljóta sanngjarna meðferð fyrir dómstólum. Ég vil það. Ég vil það fyrir okkur öll. Ég vil sjá að réttarkerfið virki,“ segir móðir Blaze í samtali við NBC fyrr á árinu. Í pistli sem birtist í tímariti fyrir samfélag gyðinga ritar hún meðal annars:

„Það sem ég hef lært af þessari martröð er að ég ræð því sjálf hvernig ég bregst við því sem kom fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég get valið að halda lífinu áfram. Þeir sterkustu láta ekki illsku annarra halda aftur af sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki