fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Irma Þöll: Þetta er stelpan sem mér var sagt að eyða – Hvað ef fleira myndi sjást í sónar?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. júlí 2018 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég varð ófrísk mjög ung og þegar ég settist niður á móti félagsráðgjafanum á Landspítalanum leið ekki á löngu þar til hann var farinn að leggja sig allan fram um að sannfæra mig um að ég ætti að fara í fóstureyðingu. Félagsráðgjafinn, kona, sagði mér meðal annars hryllingssögur af því hvernig líkami minn myndi líta út, ég myndi missa af öllu því skemmtilega sem vinir mínir væru að gera á meðan ég sæti föst heima með barnið mitt. Þá gaf hún í skyn að samband mitt við barnsföður minn myndi ekki endast lengi og að ég yrði eflaust einstæð móður það sem eftir væri, þar sem það væri fráhrindandi að fara á stefnumót með einstæðum mæðrum.  Hún setti pressu á móður mína til að þrýsta á mig að fara í fóstureyðingu. Mamma grét þegar hún kom út frá ráðgjafanum og upplifði sig sem ömurlega móður að neyða mig ekki í fóstureyðingu.“ Þetta segir Þetta segir Irma Þöll Þorsteinsdóttir í pistli sem var fyrst birtur á Pressunni. Við gefum Irmu orðið.

Ráðgjafinn bauðst enn fremur til að ná í spítalaprestinn til að staðfesta við mig að tveggja mánaða fóstur væri ekki líf líkt og ég hélt fram eftir að hafa farið í sónar og séð þessa sætu rækju og agnarsmátt hjarta hennar slá.

Á endanum bauð hún mér í legvatnsstungu, sem getur verið hættuleg og valdið fósturláti. Ég spurði hana í fyllstu einlægni hvort hún héldi í alvöru að ég elskaði barn mitt eitthvað minna ef það myndi finnast eitthvað að hjá því í legvatnsstungunni?

Líkaminn er undraverður

Líkaminn okkar er svo magnaður og ég tel að hann sjái oft sjálfur um að hafna fóstri sem er eitthvað meiriháttar að, líkt og hann viti að barnið eigi sér ekki von. En við vitum öll að líkamleg fötlun og litningagallar koma ekkert í veg fyrir það að maður geti verið hamingjusamur, þó maður sé ekki eins og allir aðrir. Erum við ekki öll að glíma við eitthvað? Kleppur er víða en eymd er valkostur!

Spurning mín er þessi

Á maður að elska barnið sitt eitthvað minna ef það er ekki eftir „bókinni“? Hver er eftir bókinni? Hvað ef fleira myndi sjást í sonar og legvatnsstungum eins og til dæmis: Geðsjúkdómar, ofvirkni, einhverfa, þroskafrávik, tónlistarhæfileikar, verkvit, stærðfræðigáfur, lesblinda, litblinda, heyrnarleysi, sjónleysi, plattfótur, íþróttagen, vökubarn, eyrnabólgubarn, ofnæmi, ofsaskap, siðblinda og fíklagen?

Eigum við bara ekki að útrýma öllum litunum í lífinu og búa í svarthvítum „fullkomnum“ heimi? Eða eigum við að elska og njóta lífsins og barnanna okkar nákvæmlega eins og þau eru?

Ég á þrjú mjög ólík börn, ekkert af þeim er mikið sjáanlega fatlað, en það er ofnæmi, exem, flogaveiki, eyrnavesen, athyglisbrestur, fótavesen, ein er nú með gleraugu, öll með vott af skapinu mínu greyin! Sem sagt ekkert af þeim er alveg eftir bókinni en mikið elska ég þau. Það sem þau eru að glíma við hefur bara gert þau að þeim einstaklingum sem þau eru í dag.

Þessa einstaklinga elska ég og myndi ekki elska þau minna ef það væri eitthvað meira „ekki eftir bókinni“ að þeim. Ég vildi óska þess að allir gætu elskað börnin sín án skilyrða.

Hvað varðar ævi stelpunnar minnar, þá hefur gengið á ýmsu þessi rúmu sextán ár eins og hjá mörgum öðrum. Við foreldrar hennar hættum saman og ég hef verið meira og minna einstæð móðir allt mitt líf fyrir utan nokkur ár. Það sem við höfum gengið í gegnum höfum við reynt að samverka til góðs.

Hitti ráðgjafann aftur

Ástbjört Viðja dóttir Irmu

Á síðasta ári var kvöldstund í skólanum þar sem foreldrar og unglingar voru saman í kynfræðslu. Mér brá mikið þegar að ég sá að einn félagsráðgjafinn sem var með kynfræðsluna þetta kvöld var manneskjan sem hafði haft mikið fyrir því að reyna láta mig eyða barninu sem sat við hliðina á mér.

Dóttir mín þekkir þá sögu mjög vel og ég gat ekki stillt mig um að segja henni að þetta væri ráðgjafinn sem talaði við mig í júní árið 1998. Dóttir mín er frökk og sjálfstæð stelpa og gekk á þessa konu í hléinu án minnar vitundar. Ég veit aldrei hvað þeim fór nákvæmlega á milli, en Viðja var ánægð með að hafa talað við hana og  konan kom til mín eftir fundinn hálf miður sín og sagðist muna eftir mér. Ég veit ekki hvort hún hafi eitthvað lært af þessum kynnum okkar þetta kvöld, en mikið var gott fyrir okkur mæðgur að hitta hana eftir öll þessi ár.

Ástbjört Viðja hefur upplifað margt misskemmtilegt og leiðinlegt, hefur sterkar skoðanir og finnst gaman að kynna sér hin og þessi málefni. Hún hefur skrifað nokkra umdeilda pistla fyrir Kvennablaðið sem hafa vakið athygli fyrir stílbrögð og efnistök.  En mikið er ég stolt af því að hún sé ekki að hamast við að vera „eftir bókinni“ heldur bara er nákvæmlega eins og hún er.

Blessun fylgir hverju barni

Irma Þöll Þorsteinsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Í gær

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“