fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Heilluðu hjörtu og hurfu úr sviðsljósinu: Hvað varð um þessar íslensku barnastjörnur?

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 15. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust er það hægara sagt en gert að upplifa skyndilega frægð á bernskuárum. Sérstaklega hér á landi en eins og annars staðar hafa fjölmargar barnastjörnur skotið upp kollinum og stolið hjörtum landsmanna, til lengri eða skemmri tíma. Sumar þessarra barnastjarna nýttu frægðina sem stökkpall inn á feril í listum á meðan aðrar létu skammtímafrægðina duga og sneru sér að öðru. DV tók saman í lista yfir barnastjörnur sem hurfu af sjónarsviðinu.

 

Viðskiptin sigruðu leiklistarbóluna

Örvar Jens Arnarsson fór eftirminnilega með hlutverk Tómasar í kvikmyndinni Bíódagar sem kom út árið 1994. Þá var hann rétt um tíu ára gamall en leiklistaráhuginn vék síðar fyrir öðru. Örvar er menntaður viðskiptafræðingur í dag og hefur starfað hjá Zo-On Iceland, Latabæ og Budget-bílaleigu. Í dag starfar hann hjá samtökunum International Atomic Energy Agency og er búsettur erlendis.

 

Úr ábreiðum í ferðamálafræði

Katrín Sigurðardóttir var aðeins tíu ára gömul þegar hún gaf út geisladisk með ábreiðum af vinsælum lögum árið 2002. Hún sagði skilið við söngferilinn á eldri árum og hóf nám við Háskóla Íslands í Ferðamálafræði með markaðsfræði og alþjóðaviðskipti sem aukagrein. Í dag starfar hún í söludeildinni hjá Nordic Visitor.

 

Slógu í gegn í Noregi og snéru aftur heim

Þeir Rúnar og Arnar Halldórssynir nutu mikilla vinsælda sem drengjadúettinn The Boys á fyrri hluta tíunda áratugarins. Strákarnir voru sérlega vinsælir í Noregi þar sem þeir bjuggu og ferðuðust víða um heim á hátindi vinsældanna. Heimþráin fór hins vegar að segja til sín og fluttu þeir heim til Íslands um miðjan tíunda áratug. Með árunum voru þeir klárir á því að dúettbransinn væri betur geymdur í minningunni og snéru þeir sér að öðrum verkefnum. Arnar fór í Listaskólann og síðar til Skotlands í framhaldi á því. Hann er búsettur í Noregi og starfar á auglýsingastofunni NORD DDB OSLO sem yfirmaður Hönnunardeildar. Báðir eru giftir í dag. Rúnar á tvö börn og Arnar þrjú.

 

Tók upp nafnið Holloway

Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir heillaði marga íslenska kvikmyndagesti upp úr skónum þegar hún lék hina bráðsnjöllu Regínu í samnefndri barna- og fjölskyldumynd. Þegar fór að líða á unglingsárin flutti hún til London og hóf leiklistarnám við Rose Bruford College og hefur tekið upp erlenda sviðsnafnið Siddý Holloway. Ferill hennar sem leikkona hefur enn ekki tekið almennilega við sér og fór hún seinna meir að gera góða hluti sem leiðsögumaður fyrir London Transport Museum, þar sem leiklistaráhuginn og námið hefur líklegast komið að góðum notum.

 

Dýnamískt dúó

Þegar Stikkfrí kom út árið 1997 var varla mannsbarn sem þekkti ekki til þeirra Freydísar Kristófersdóttur og Bergþóru Aradóttur. Þær stóðu sig eins og hetjur í stórvinsælli fjölskyldumynd og rændu hjörtum margra. Seinna fuðraði upp leiklistaráhugi beggja og fór Freydís að leggja hönd á keramiklist ásamt öðrum verkefnum. Aftur á móti starfar Bergþóra sem markaðsfulltrúi hjá Marel en hún er dóttir Ara Kristinssonar, leikstjóra myndarinnar. Það sama gildir um Bryndísi Sæunni Gunnlaugsdóttur, en hún lék litla barnið í myndinni, sem þær Bergþóra og Freydís „rændu“. Það þykir oft vera snúið að ná sannfærandi frammistöðu úr ungabörnum á hvíta tjaldinu, en Bryndís stóð sig með mikilli prýði. Í dag stendur hún vaktina á veitingastaðnum VOX.

Bamm-Bamm og búið

Íslensku tvíburarnir Hlynur og Marinó Sigurðssynir vöktu heldur betur mikla athygli árið 1994 í stórmyndinni um Steinaldarmennina, eða The Flintstones, í framleiðslu Stevens Spielberg. Í sameiningu léku bræðurnir hinn nautsterka Bamm-Bamm og deildu hvíta tjaldinu með leikurum á borð við John Goodman, Halle Berry og Rick Moranis. Fígúran Bamm-Bamm prýddi einnig þrælskemmtilegt plakat sem fylgdi myndinni en má þess geta að hún var látin hverfa þegar kom að umslaginu fyrir stafrænu útgáfu myndarinnar. Drengirnir ákváðu að sækja ekkert frekar í leiklistina eftir þessa stórmynd en þeir urðu þrítugir í sumar. Marínó starfar í dag sem smiður hjá leikmyndastúdíóinu Irma en DV hefur ekki upplýsingar um hvaða starfsferil Hlynur hefur valið. Hann er þó ekki leikari.

 

Benjamín dafnar vel

Hlutverk Benjamíns dúfu fylgdi Sturlu Sighvatssyni langt fram að fullorðinsárum. Í kjölfar frumsýningu myndarinnar árið 1995 herma sögur að krökkum hafi þótt vinsælt að kalla Sturlu nafni persónu hans í myndinni. Sturla kom einnig fram í kvikmyndunum Skýjahöllin og 101 Reykjavík og fór með hlutverk Emils í Kattholti í langlífri sýningu Þjóðleikhússins árið 1992. Auk þess sinnti hann talsetningum á barnaefni en í seinna lauk hann námi í viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst og starfar í dag við fasteignaþróun og fjárfestingar. Var hann einn af arkitektunum á bak við fasteignarisann Heimavelli svo eitthvað sé nefnt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“