fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Fókus

Enginn vildi Sigurveigu í vinnu – „Skólastjórinn hafði þá dreift þeirri sögu að ég væri veik“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 15. júlí 2018 15:00

Sú umræða hefur oft vaknað að erfitt sé fyrir fólk á miðjum aldri að fá vinnu, jafnvel mjög hæft fólk í góðu árferði. Sigurveig Eysteins, sem er að detta í sextugt, hefur átt mjög erfitt með að fá störf á Íslandi eftir að hún varð fimmtug og það þrátt fyrir mikla hæfni og kunnáttu, en Sigurveig er fjölmenntuð kona. Þetta kemur fram í viðtali við  Sigurveigu á vefnum Lifðu núna.

Sigurveig, sem býr í Noregi núna, sótti um allskonar störf á meðan hún bjó á Íslandi:

Ég sótti um allt sem var laust, vinnu sem ég taldi að ég hefði menntun til að sinna en ég lét ekki þar við sitja, ég sótti líka um á leikskólum og frístundaheimilum. Ég komst stundum í viðtöl og mér fannst þau yfirleitt ganga vel. Það var allavega ekki að sjá að þeim sem voru að ræða við mig leiddist á meðan á viðtalinu stóð. Ef ég vissi hjá hvaða fyrirtæki ég var að sækja um, fylgdi ég umsókninni eftir og þegar var búið að ráða hringdi ég og spurði hvers vegna ég hefði ekki verið ráðin. Svarið var oft að ég væri allt of hæf og menntuð í starfið eða þá að allir sem störfuðu hjá fyrirtækinu væru mun yngri en ég og því passaði ég ekki í hópinn. Kennitalan mín er bara handónýt.“

Sigurveig fékk þó eitt áhugavert starf sem henni gekk afar vel í en ein vika í flensu setti strik í reikninginn:

„Ég fékk kennarastöðu og fór að kenna myndlist. Mér líkaði starfið ákaflega vel og náði vel til krakkanna. Ég byrjaði í ágúst en í janúar fékk ég flensu og var heima í viku. Þegar ég kom til baka var mér sagt upp munnlega og gert að hætta strax. Ég bað um skriflegt uppsagnarbréf þar sem ástæða uppsagnarinnar væri tilgreind. Þegar ég fékk uppsagnarbréfið loksins í pósti nokkru síðar, voru þær ástæður sem gefnar voru fyrir uppsögninni hreinn skáldskapur. Í millitíðinni hafði ég fengið símtöl frá samkennurum mínum og foreldrum þar sem fólk var miður sín yfir því að ég væri alvarlega veik og hefði þurft að hætta. Skólastjórinn hafði þá dreift þeirri sögu að ég væri veik og hefði orðið að hætta. Hann sagði hins vegar engum frá því að hann hafði ráðið kennara með réttindi í mitt starf í desember, mörgum vikum áður en mér var sagt upp. Ég reyndi að leita réttar míns hjá Kennarasambandinu og en það hafði ekkert upp á sig. Það vildi enginn gera neitt í málinu, þrátt fyrir að ég hefði greitt félagsgjöld  og annað sem mér bar af launum mínum.“ 

Andlegt niðurbrot að fá hvergi vinnu

Sigurveig lýsir því hvernig það brýtur fólk niður andlega að vera sífellt hafnað við atvinnuleit:

„Þegar ég sótti um hvert starfið á fætur öðru og fékk lítil sem engin viðbrögð þá fór ég í algert þunglyndi. Ég var stundum svo slæm að ég lokaði mig af inn í svefnherbergi, dró niður gardínurnar og lokaði á eftir mér, svo reyndi ég að sofa sem lengst og mest. Það koma upp allskonar hugsanir eins og hvað er að mér, af hverju fæ ég ekki vinnu eins og allir aðrir? Af hverju fæ ég engin svör, af hverju er ég ekki ráðin? Maður verður alveg miður sín. Smátt og smátt missir maður svo móðinn og hættir að sækja um. Fólk heldur oft að það sé eitthvað að fólki sem fær ekki vinnu. Það sé gallað á einhvern hátt.Maður finnur fyrir fordómum. Ég veit hins vegar að það er ekkert að mér. Ég er vel menntuð var vel liðinn í þeim störfum sem ég sinnti. Ég hef enga útlitsgalla og hef hugað vel að útliti mínu og heilsu í gegnum tíðina. Það er hins vegar eitthvað að samfélagi sem hafnar fólki sem komið er á miðjan aldur.“

Sjá nánar á Lifðu núna – Smelltu hér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Guðrún Ágústa – „Ísland er að murka úr mér lífið hægt og rólega, menntun er bara skuldasúpa út í lífið“

Guðrún Ágústa – „Ísland er að murka úr mér lífið hægt og rólega, menntun er bara skuldasúpa út í lífið“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Linda Pé var dómari í Ungfrú Heimur 2018

Linda Pé var dómari í Ungfrú Heimur 2018
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

DV Tónlist á föstudaginn : FM BELFAST

DV Tónlist á föstudaginn : FM BELFAST
Fókus
Í gær

Frækileg fjölgun frægra á árinu

Frækileg fjölgun frægra á árinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

NME gefur Reykjavíkurdætrum 4 stjörnur

NME gefur Reykjavíkurdætrum 4 stjörnur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atli Fannar afklæddi sig í Fréttum vikunnar

Atli Fannar afklæddi sig í Fréttum vikunnar