fbpx
Fókus

Sjáðu þegar Ragga Hólm og BLKPRTY sömdu magnað lag á aðeins 10 mínútum: Í takt við tímann

Guðni Einarsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 15:18

Ragga Hólm er næsti þátttakandi Í Takt við tímann á vef DV. Hún spreytir sig á þeirri áskorun að semja lag frá grunni á aðeins tíu mínútum.  Jói Pé, Króli og Þormóður Eiríksson og Daði Freyr Pétursson hafa áður tekið áskoruninni. Ragga Hólm hefur getið sér gott orð sem plötusnúður og útvarpsmaður. Þá þykir hún afar hæfileikaríkur rappari. Ragga naut aðstoðar BLKPRTY við gerð lagsins.

Frumraun hennar í rappi var árið 2017 með Reykjavíkurdætrum og var hún í kjölfarið tekin inn í hljómsveitina. Hefur sú öfluga rappsveit sem eingöngu er skipuð konum ferðast um Evrópu og hafa spilað fyrir hátt í tuttugu þúsund manns. Ragga fékk einnig góðar viðtökur á Secret Solstice.

Þá sameinuðu þau krafta sína Ragga Hólm og Kiló. Í kjölfarið ákvað Ragga að gefa út plötu og má segja að sólóferilinn sé hafinn af fullum þunga. Þá er von á plötu frá Reykjavíkurdætrum og verður gefið út lag í næstu viku. Í samtali við DV kveðst Ragga afar spennt fyrir framtíðinni.

Þá mæta Ragga Hólm og Kilo í höfuðstöðvar DV á morgun og taka nokkur lög í beinni útsendingu í DV sjónvarp og verður sent út á netinu og á Facebook. Það er atburður sem enginn tónlistarunnandi ætti að missa af.

Guðni Einarsson
Guðni Einarsson er menntaður upptökustjóri, pródúser og raftónlistarmaður. Hann skrifar um tónlist og tónlistarmenningu og sitthvað fleira sem þessu undursamlega stuði fylgir.

gudnieinarsson@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Drengirnir eru fundnir
Fókus
Í gær

Brynjar er viðkvæmur maður: „Mín pólitík snýst um að leyfa fólki bara að njóta sín“

Brynjar er viðkvæmur maður: „Mín pólitík snýst um að leyfa fólki bara að njóta sín“
Fókus
Í gær

Sólrún Diego kaupir 320 fermetra höll – Gert ráð fyrir vetrargarði og lítilli tjörn – Sjáðu myndirnar

Sólrún Diego kaupir 320 fermetra höll – Gert ráð fyrir vetrargarði og lítilli tjörn – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

TÍMAVÉLIN: Orrustan um Bretland

TÍMAVÉLIN: Orrustan um Bretland
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óþekkt ættartengsl: Þingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn

Óþekkt ættartengsl: Þingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn