Fókus

Kim Larsen (72): Klár í slaginn eftir krabbameinsmeðferð – Fékk krabba í blöðruhálskirtil

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 8. júní 2018 15:23

Söngvarinn Kim Larsen þurfti að aflýsa tónleikaröð í janúar s.l. þar sem sá gamli þurfti að fara í meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli.

Nú er meðferðinni lokið og Kim er klár í slaginn.

Mynd af Kim, og félögum hans í Kjukken bandinu, ætti að duga sem ágætis sönnunargagn um formið á söngvaranum en hann virðist nokkuð keikur þar sem hann stendur þarna stoltur með strákunum.

Hlakkar til að stíga aftur á svið

Myndin var tekin við hljómsveitaræfingu og segir umboðsmaður herra Larsens að hann hlakki ægilega mikið til að spila á tónleikum sem meðal annars fara fram í Tívolíinu í Kaupmannahöfn þann 13. júlí og á Skanderborg hátíðinni í byrjun ágúst.

Í viðtali við BT tekur umboðsmaðurinn einnig fram að auðvitað fái aðdáendur Kim eitthvað fyrir peninginn því hann myndi aldrei gera þeim það að troða upp ef hann væri ekki í flottu formi.

SIGURVEGARI: Gamli forsöngvarinn er kominn í stuð eftir krabbameinsmeðferð.

 

Margrét Gústavsdóttir
....er félagi nr. 241 hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Hún hefur m.a. starfað við sjónvarp og útvarp og verið vinsæll bloggari í gegnum árin.

margret@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Tinder í raun – Hvernig sópar þú með fólkið fyrir framan þig?

Tinder í raun – Hvernig sópar þú með fólkið fyrir framan þig?
Fókus
Í gær

Davíð Oddsson skemmdi megrunina – Eldibrandur fallinn frá og Garðar endaði í flokknum

Davíð Oddsson skemmdi megrunina – Eldibrandur fallinn frá og Garðar endaði í flokknum