fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fókus

Topp 30 fallegustu konur heims: Berglind, Sunneva og Ágústa Eva á listanum

Fókus
Fimmtudaginn 7. júní 2018 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurð er vissulega afstætt fyrirbæri en í eftirfarandi samantekt höfum við valið 30 íðilfögur andlit kvenna sem eru fæddar í hinum ýmsu löndum og hafa getið sér gott orð, sumar fyrir margt fleira en fegurðina.

 

30. Mozhdah Jamalzadah

Mozhdah flúði borgarastyrjöldina í Afghanistan með foreldrum sínum og settist að í Kanda þegar hún var ung að árum. Þessi fallega söngkona gengur undir gælunafninu ‘Afghan Girl’ og er komin á toppinn í heimalandi sínu, Kanada.

29. Alicia Vikander

Þessi Golden Globe stjarna, sem er af sænsku bergi brotin, varð fræg fyrir hlutverk sitt í myndinni Ex Machina, var meðal annars ballerína þegar hún var ung að árum.

28. Taraneh Alidoosti

Taraneh státar af því að vera besta íranska sjónvarpsstjarna síðustu tíu ára. Hún er mjög lofuð í heimalandi sínu og víðar á mið-Austurlöndum.

27. Naomi Campbell

Naomi, Naomi, Naomi. Þessi breska súperstjarna verður 47 ára á árinu og er enn á fullu. Þvílík fegurð (og þvílíkt skap líka).

26. Anne Curtis

Þessi ástralska stjarna er af filippínskum og áströlskum ættum, leikkona, sjónvarpsstjarna, söngkona og Video DJ. 32 ára en gæti verið 20.

25. Manuela Arcuri

Manuela fæddist árið 1977 og gæti svo sannarlega verið prinsessa úr einhverri ævintýramynd. Klassísk fegurð.

24. Ronda Rousey

„Slæmar stelpur gera mig svo rásí eins og Ronda“, sungu félagarnir Jói P og Króli. Ronda er slæm, en ekki svo slæm. Okkur finnst hún svakalega flott.

23. Elizaveta Boyarskaya

Þessi rússneska fegurðardís starfar bæði sem leikkona í kvikmyndum og á sviði. Þvílík fegurð og augun! Já maður lifandi.

22. Sunneva Einarsdóttir

Þessi fallega stelpa er sannarlega ein af okkar skærustu stjörnum á samfélagsmiðlum. Falleg, brosmild og alltaf fullkomlega til höfð.

21. Kate Upton

Þessi fallega stelpa er af amerískum ættum og hefur getið sér gott orð sem sundfatamódel. Þess á milli leikur hún í kvikmyndum og kemur fram í sjónvarpi við góð tækifæri.

20. Haifa Wehbe

Þessi guðdómlega arabíska dægurlagasöngkona er fædd í Líbanon. Hún komst á lista People Magazine yfir 50 fallegustu manneskjur jarðar árið 2006 og hefur fegurð hennar hvergi dvínað þó hún sé nú á fimmtugs aldri, eða 41 árs.

19. Adriana Lima

Það er engin tilviljun að þessi 35 ára tveggja barna móðir sé búin að starfa sem undirfatafyrirsæta síðan 1999 fyrir Victorias Secret. Líkami hennar er magnaður og svo er hún stútfull af sjarma. Þessi kona á eflaust eftir að starfa alla ævi sem fyrirsæta.

18. Amanda Cerny

Ef þú kannast við Vine þá hefur þú örugglega heyrt þetta nafn áður. Hún er Vine og YouTube stjarna, sjúklega fyndin og skemmtileg og útlitið flott viðbót við það.

17. Blake Lively

Blake… Blake… Blake… Hún er með þeim allra fegurstu.

16. Gal Gadot

Gal er fædd og uppalin í Ísrael og hefur getið sér gott orðspor fyrir leik sinn í m.a. Fast and Furious og semWonder Woman. Gaman er að segja frá því að hún var í tvö ár í Ísraelska hernum áður en hún ákvað að breyta um starfsvettvang og helga sig leiklistinni.

15. Ashley Graham

Ashley er án alls vafa ein vinsælasta plús-stærða fyrirsæta heimsins í dag, og það þarf ekki að koma á óvart. Hún er sannarlega með línurnar og lúkkið í lagi.

14. Niki Karimi

Handritshöfundur, leikstjóri og fegurðardrottning sem hefur hingað til ekki fækkað fötum til að ná meiri frama.

13. Gigi Hadid

Hún er systir Bellu Hadid, kærasta Zayn Malik og svo var hún valin fallegasta fyrirsæta heims árið 2016. Sæt? Já.

12. Emma Stone

Leikkonan úr La La land sem fékk Golden Globe fyrir leik sinn í myndinni. Svo er hún líka rauðhærð, – og það finnst okkur ekki slæmt. #áframrauðhærðir

11. Pia Wurtzbach

Ungfrú heimur árið 2015 getur ekki verið höfð útundan í þessari upptalningu enda íðilfagurt sprund af þýskum og filippínskum uppruna.  Gott kombó.

10. Alexandra Daddario

Þessi augu minna á Husky og einhverja töfraveru úr álfheimum í senn. Þvílík fegurð.

9. Laufey Elíasdóttir

Þá komum við að Laufeyju Elíasdóttur, ljósmyndara, leikkonu og flugfreyju sem óhætt er að kalla eina þá fegurstu sem finna má hér á fróni.

8. Angelina Jolie

Það er alveg sama hvað þessi sex barna móðir eldist. Hún er og verður alltaf með fallegustu konum heims.

7. Álfrún Laufeyjardóttir

Dóttir Laufeyjar Elíasdóttur fellur ekki langt frá eikinni móður sinni. Íðilfögur og hyggur einnig á frama í leiklistinni.

6. Deepika Padukone

Bollywood leikkonann og fyrirsætan Deepika er með eitt fallegasta andlit sem við höfum séð. Þvílík fegurð. Maður missir andann.

5. Berglind Icey

Önnur íslensk fegurðardís sem hefur árum saman verið búsett í Bandaríkjunum og starfað þar sem fyrirsæta en er nú komin heim og er á skrá hjá Eskimo models.

4. Emma Watson

Gáfur, fegurð, útgeislun… ALLT. Hver myndi ekki vilja þessa dömu sem tengdadóttur? Nú eða eiginkonu… ef þú ert á giftingaraldri.

3. Taylor Hill

Sko hvað hún er roggin og sæt. Þessi fyrirsæta er með þeim allra vinsælustu í bransanum í dag og nú þegar þú hefur séð eina mynd af henni þá áttu eflaust eftir að taka betur eftir þessari fallegu konu í fjölmiðlum framvegis.

2. Ágústa Eva Erlendsdóttir

Auðvitað er okkar eina sanna Ágústa Eva í öðru sæti yfir fallegustu konur heims enda íðilfögur og hvers manns hugljúfi, (svo fremi sem hún er ekki í gervi Silvíu Nætur). Svo er hún rauðhærð – og við fílum það. #áframrauðhærðir

1. Beyonce

Það þarf ekki að hafa fleiri orð um það. Hún er ekki kölluð „drottningin“ að ástæðulausu.

__

Finnst þér vanta einhverjar íslenskar dísir á listann? Endilega bættu nöfnum við hér í athugasemdakerfinu og smelltu HÉR til að skoða lista People tímaritsins yfir fegursta fólk heims árið 2017.

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Ef erlent kvikmynda- og sjónvarpsefni væri allt „döbbað“ á Íslandi: „Vitki er aldrei seinn“ – Sjáðu myndböndin

Ef erlent kvikmynda- og sjónvarpsefni væri allt „döbbað“ á Íslandi: „Vitki er aldrei seinn“ – Sjáðu myndböndin
Fókus
Í gær

Króli um eitraða karlmennsku: „Þetta er mér mikið hjartans mál“

Króli um eitraða karlmennsku: „Þetta er mér mikið hjartans mál“
Fyrir 2 dögum

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma

Foreldrar og barn drukknuðu á sömu slóðum en ekki á sama tíma
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína

Tímavélin: Vinnumaður í Bárðardal kæfði verðandi barnsmóður sína