Fókus

Málarinn Tolli (65) er viðkvæmari en hann grunaði: Kaffibollinn bragðaðist eins og tjara og fiður

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 29. júní 2018 10:53

„Ég er að púlla þetta veður ágætlega, klæði það af mér, held góðu geði, geri grín að þessu, held mig inni við við vinnu mína og er þolinmóður því senn mun hún skína.“

Þetta skrifar hinn geðþekki og stóíski málari Tolli á Facebook í morgun en hann er eflaust meðal þeirra íslendinga sem leggja hvað mesta áherslu á að leggja rækt við andlegu hliðina.

Hann hugleiðir að minnsta kosti tvisvar á dag, leggur mikla áherslu á að rækta kærleikann og horfir almennt á björtu hliðarnar í lífinu.

Í morgun mætti þó ætla að hann hafi farið öfugu megin fram úr rúminu eins og gengur og gerist hjá okkur öllum en hann segist hafa tæklað ákveðna uppákomu frekar illa þarna í byrjun dags.

Eins og mötuneyti frá níunda áratugnum

„Ég gerði mér ferð á kaffihús á leið í vinnuna og ákvað að fara á eitt sem ég hafði aldrei mætt í áður. Staðurinn leit ágætlega út að utan en að innan vantaði eitthvað, minnti of mikið á mötuneyti frá níunda áratug,“ skrifar hann og segist hafa átt að fatta dæmið þegar hann sá hversu fáir viðskiptavinir voru á staðnum: 

„Smá grúbba af trukkurum sem komnir voru á aldur sátu við eitt borðið og héldu á kaffibollum sínum og ræddu málin en virtust lítið vera að bragða á kaffinu. Þá voru þarna tveir ferðamenn sem grunlausir voru að kaupa sér snúð og kaffi. Enga sá ég hipstera með tölvur sínar.“

„Tjara og fiður, enginn griður“

Hann pantaði sér kaffi og rúnstykki með osti, „dýrari týpuna“ eins og hann kallar það og fann að hann átti helgistund framundan enda þykir honum fátt betra en fyrsti kaffibollinn að morgni og að fletta brakandi dagblaði um leið:

„Ég bar bollann að vörum og það gerðist ekkert annað en ég brann í tunguna af sjóðheitu vatni sem bar með sér örlítinn keim af kaffi. Það var eins og ég væri að sötra vatn sem hafði verið notað til að sjóða borðtusku. Það fyrsta sem kom upp í huga mér var „tjara og fiður enginn griður“. Ég fór í algöran mínus en harkaði af mér, kláraði bakkelsið, hélt kúlinu og dreif mig upp á vinnustofu þar sem ég náði að setja yfir sterkan sopa og land tók að rísa. Ég er viðkvæmari en mig grunaði,“ skrifar Tolli að lokum og bætir svo við – „Ást og friður.“

Margrét Gústavsdóttir
....er félagi nr. 241 hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Hún hefur m.a. starfað við sjónvarp og útvarp og verið vinsæll bloggari í gegnum árin.

margret@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Dauði Denise
Fókus
Fyrir 2 dögum

15 ára stúlka fór í partý með vinum sínum – Þessi ljósmynd var tekin nokkrum klukkutímum síðar: „Þetta gæti auðveldlega komið fyrir þig“

15 ára stúlka fór í partý með vinum sínum – Þessi ljósmynd var tekin nokkrum klukkutímum síðar: „Þetta gæti auðveldlega komið fyrir þig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt EKKI að skola diskana áður en þú setur þá í uppþvottavélina

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt EKKI að skola diskana áður en þú setur þá í uppþvottavélina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ugla Stefanía – „Ég bókstaflega skelf af reiði, vonbrigðum og undrun“

Ugla Stefanía – „Ég bókstaflega skelf af reiði, vonbrigðum og undrun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Plágan komin til höfuðborgarinnar: Bítur til blóðs – Þetta þarft þú að vita til að losna við lúsmý

Plágan komin til höfuðborgarinnar: Bítur til blóðs – Þetta þarft þú að vita til að losna við lúsmý
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva Ása Weisshappel: „Við böðuðum hljómsveitina upp úr kindablóði í plastsundlaug… Algjört white trash, súrt og skrítið, fáránlega gaman“

Sunneva Ása Weisshappel: „Við böðuðum hljómsveitina upp úr kindablóði í plastsundlaug… Algjört white trash, súrt og skrítið, fáránlega gaman“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Halldór Blöndal vann á sumrin í hvalstöðinni: „Skrýtið hvernig staðið var að banninu á sínum tíma og mér fundust rökin fyrir því ekki standast“

Halldór Blöndal vann á sumrin í hvalstöðinni: „Skrýtið hvernig staðið var að banninu á sínum tíma og mér fundust rökin fyrir því ekki standast“