fbpx
Fókus

Daddi Disco – Topp 10: „Feimni gaurinn í mér sá þetta sem tækifæri til að vera ekki aðallúðinn á ballinu“

Guðni Einarsson
Föstudaginn 29. júní 2018 09:40

Daddi Guðbergsson eða Daddi Disco eins og hann er oftast kallaður hefur starfað sem plötusnúður í fleiri ár.

Við spurðum hann spjörunum úr:

Uppáhalds tónlistarmaður/plötusnúður?

Uppáhalds tónlistarmaður hefur alltaf verið Prince. Af plötusnúðum á ég svo erfitt með að halda ekki mest upp á Dimitri from Paris.

Uppáhalds skemmtistaður, afhverju?

Sá íslenski staður sem ég held mest upp á verður alltaf alltaf Lækjartungl. Það var algjört ævintýri að taka þátt í að opna alvöru klúbb í gömlu kvikmyndahúsi. Umgjörðin var algörlega sturluð. Þetta verður aldrei gert aftur hérlendis.

Hver er DJ’búnaðurinn þinn?

Laptop sem keyrir Ableton Live og Allen & Heath Ozone 4D mixer.

Hvenær hófst áhuginn á því að plötusnúðast?

Það var á böllum sem íþróttafélagið Grótta hélt á Nesinu þegar ég var unglingur. Feimni gaurinn í mér sá þetta sem tækifæri til að vera ekki aðallúðinn á ballinu. Fínt að hafa eitthvað hlutverk.

Hvað er versta giggið þitt?

Sem betur fer er ekkert sem ég man eftir sem sérlega slæmt. Auðvitað hafa komið upp gigg þar sem bilanir, sérlega erfitt fólk eða aðrar aðstæður hafa gert kvöld sérlega krefjandi.

Hvað er það sem veitir þér innblástur?

Það fyrsta sem mér dettur í hug er bara jákvæð viðbrögð við því sem ég flyt fyrir fólk. að finna jákvæða strauma til baka er ómetanlegt og það sem heldur manni gangandi.

Daddi Diskó – Topp 10

1. JóiPé & Króli – Í Átt Að Tunglinu
2. Calvin Harris Ft. Dua Lipa – One Kiss
3. David Guetta Ft. Sia – Flames
4. CNCO ft. Zion & Lennox – Reggaeton Lento
5. Bruno Mars – Finesse ft. Cardi B (Remix)
6. Sigala Ft. Paloma Faith – Lullaby
7. Clean Bandit Ft. Demi Lovato – Solo
8. Albatross – Ætla að skemmta mér (Triple Eye Remix)
9. Rita Ora – Anywhere
10. Alice Merton – No Roots

Guðni Einarsson
Guðni Einarsson er menntaður upptökustjóri, pródúser og raftónlistarmaður. Hann skrifar um tónlist og tónlistarmenningu og sitthvað fleira sem þessu undursamlega stuði fylgir.

gudnieinarsson@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Rafnar selur glæsieign í Garðastræti

Páll Rafnar selur glæsieign í Garðastræti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý orðin flotþerapisti

Ellý orðin flotþerapisti
Fókus
Fyrir 3 dögum

10 bestu íþróttakvikmyndirnar

10 bestu íþróttakvikmyndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástin fölnaði hjá stjörnuparinu

Ástin fölnaði hjá stjörnuparinu