Fókus

MYNDBAND: Bergþór Grétar Böðvarsson, formaður FC Sækó, fékk 5 punda maríulax í Elliðaánum í morgun

Margrét Gústavsdóttir
Miðvikudaginn 20. júní 2018 12:45

Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að renna fyrir fyrsta laxinum í Elliðaánum í morgun.

Laxinn sem beit á í Sjávarfossi, rétt eftir klukkan sjö í morgun, reyndist vera um fimm pund en þetta mun vera í fyrsta sinn sem Bergþór dregur fisk að landi.

Bergþór er mikill baráttumaður fyrir bættum viðhorfum í garð geðsjúkdóma en árið 2011 hlaut hann hvatningarverðlaun ÖBÍ í flokki einstaklinga fyrir að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um geðsjúkdóma á Íslandi.

Bergþór, sem er þjálf­ari knatt­spyrnuliðsins FC Sækó, þekkir geðföltlun vel af eigin raun og hefur náð miklum bata seg­ir á vef FC Sækó. Fyrir utan þjálfarastörfin starfar hann jafnframt hjá batamiðstöðinni hjá Land­spít­al­an­um við Klepp.

Greindist með geðsjúkdóm um tvítugt

„Bergþór greinist með geðsjúk­dóm þegar hann er rétt rúm­lega tví­tug­ur. Við tók 10 ára tíma­bil þar sem hann var meira og minna inni á geðdeild en í kring­um alda­mót­in fór Bergþór að vinna í sínu bata­ferli með aðstoð not­enda­fé­laga eins og Klúbbn­um Geysi og Hug­arafli,“ seg­ir á vef FC Sækó.

„Bergþór hóf svo störf á geðsviði Land­spít­al­ans, 2006 sem full­trúi not­enda og talsmaður sjúk­linga. Árið 2010 fór hann að vinna hjá Hlut­verka­setri og þar varð fót­bolta­verk­efnið geðveik­ur fót­bolti til.“

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem fengnar eru að láni frá Reykjavíkurborg var bjart yfir fólkinu í morgun enda einn fallegasti dagur sumarsins að renna upp.

Dagurinn byrjaði fyrir allar aldir þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar mættu ásamt fjölmiðlafólki og fylgdarliði upp að Elliðaám í morgun. Hér virða þeir Bergþór og Dagur Bergþóruson Eggertsson, borgarstjóri, fyrsta lax sumarsins fyrir sér.

Þórdís Lóa fagnar sínum fyrsta la, 64 cm hæng úr Sjávarfossi.

Ásgeir Heiðar, leiðsögumaður með nýjum formanni borgarráðs, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, við fossinn í Elliðaánum.

Hér dregur Dagur sinn fyrsta lax að árbakkanum með aðstoð Ásgeirs Heiðars.

Jón Þ. Einarsson, veiðivörður, stendur vaktina við árnar í sumar.

Bergþór kominn út í á undir dyggri leiðsögn Ásgeirs Heiðars, leiðusögumanns í Elliðaánum.

Dagurinn byrjaði snemma. Hér ræða þeir Bergþór og borgarstjórinn málin.

Í þessu myndbandi má heyra erindi borgarstjóra í morgun. Hér skýrir hann frá titlinum Reykvíkingur ársins og gerir grein fyrir tilnefningunum í ár og hvers vegna Bergþór var valinn. 

Og hér má sjá Bergþór renna fyrir þeim fyrsta:

Margrét Gústavsdóttir
....er félagi nr. 241 hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Hún hefur m.a. starfað við sjónvarp og útvarp og verið vinsæll bloggari í gegnum árin.

margret@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gaui með fullt af nýjum munum á Hernámssetrinu

Gaui með fullt af nýjum munum á Hernámssetrinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Kylfingurinn og frægu foreldrarnir

Lítt þekkt ættartengsl: Kylfingurinn og frægu foreldrarnir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Laddi móðgaði feitar konur og Kínverja

Laddi móðgaði feitar konur og Kínverja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilluðu hjörtu og hurfu úr sviðsljósinu: Hvað varð um þessar íslensku barnastjörnur?

Heilluðu hjörtu og hurfu úr sviðsljósinu: Hvað varð um þessar íslensku barnastjörnur?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásmundur hélt skötuveislu til styrktar bágstöddum: 1,5 milljón til Þroskahjálpar og margvíslegir aðrir styrkir

Ásmundur hélt skötuveislu til styrktar bágstöddum: 1,5 milljón til Þroskahjálpar og margvíslegir aðrir styrkir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Góður faðir í fjárhagsvandræðum á flótta undan lögreglunni: Guðmundur Ingi – Hann er ekki vondur maður – Sjáðu myndbandið

Góður faðir í fjárhagsvandræðum á flótta undan lögreglunni: Guðmundur Ingi – Hann er ekki vondur maður – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Adolf Arnar varð fyrir harkalegri nautaárás – Liggur á sjúkrahúsi – „Þá er ég búinn að þessu og geri þetta ekki aftur!“

Adolf Arnar varð fyrir harkalegri nautaárás – Liggur á sjúkrahúsi – „Þá er ég búinn að þessu og geri þetta ekki aftur!“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gréta sökuð um að birta klám á Facebook – „Það kemur í ljós að það er eitthvað gróft í þessu myndbandi“

Gréta sökuð um að birta klám á Facebook – „Það kemur í ljós að það er eitthvað gróft í þessu myndbandi“