fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Súperman verður fjölskyldufaðir 2018: Fer í sambúð með Lois Lane og reynir að vera góður pabbi

Margrét Gústavsdóttir
Fimmtudaginn 14. júní 2018 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Súperman, sem vafalaust er frægasta ofurhetja heims, hefur fengið nýjan sagnameistara til að skapa fyrir sig ný ævintýri og áskoranir en sá heitir Brian Michael Bendis og er sagður vera heilinn á bak við „Ultimate Marvel” uppfærsluna.

Bendis hefur nú flutt sig yfir til DC Entertainment og hans fyrsta verk er að skrifa nýjar sögur fyrir ofurhetjuna góðu sem nýlega fagnaði áttræðis afmæli sínu.

Fyrsta verk Bendis var að breyta aðeins fjölskylduhögum ofurhetjunnar.

Hann setti Súperman í sambúð með Lois Lane og auðvitað á hann son, – en ekki hvað?

Pabbadrama takk

Ekkert venjulegur pabbi

Sagan gengur svo að einhverju leyti út á það hvernig ofurhetjan reynir að eiga „eðlilegt“ samband við son sinn við aðstæður sem eru að sjálfssögðu ekkert eðlilegar.

„Áhorfendur fá að upplifa hversu sérstakt samband Súpermans og sonar hans er, og sambandið við fjölskylduna. Við ætlum að grafa ofan í þetta á næstu mánuðum, semsagt – hvernig þau lifa lífinu eins og hefðbundin fjölskylda en eru það samt ekki á nokkurn hátt,“ segir Bendis í viðtali við TIME magazine:

„Ég held í raun að þetta sé einkennandi fyrir fullt af nútímafjölskyldum. Þær eru ekki í hefðbundnu formi eða með þessi hefðbundnu fjölskyldugildi heldur glíma fyrst og fremst við allskonar aðstæður sem koma upp hverju sinni og ég held að það verði áhugavert að setja Súperman og Lois Lane í svona aðstæður.“

Semsagt: Súperman verður ofurpabbi eins og pabbinn í Taken, nemba bara fljúgandi og með skikkju. Pabbar… bíðið spenntir!

Smelltu hér til að horfa á viðtal við meistara Bendis

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar