fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

ÁSGEIR TRAUSTI (26): Tónleikaferð hringinn í kringum landið í sumar – Stoppar á 14 stöðum

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 11. júní 2018 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar allra landshluta fá tækifæri til að hlýða á tónleika Ásgeirs Trausta í sumar þar sem Ásgeir ætlar túra hringinn í kringum landið.

Tónleikaferðin byrjar 17. júlí og planið er að stoppa á fjórtán stöðum á sextán dötum. Í för með Ásgeiri verður Júlíus, gítarleikari og bakraddasöngvari og ætla þeir að spila á sitthvorn kassagítarinn. Þetta er eitthvað sem þeir hafa oft gert áður en aldrei á eiginlegri tónleikaferð.

„Ég fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum vikum – mig langaði í raun bara að prófa þetta, Þetta „format“ af túrum – þetta er svolítið öðruvísi þarna úti þegar við förum með allt bandið. Þá er þetta meira svona „show“ og við spilum á stærri stöðum. Mig langaði til að taka minni staði og vera nær fólkinu,“ segir Ásgeir Trausti í viðtali við Vísi í morgun og bætir við að nú sé plata einnig væntanleg snemma á næsta ári.

„Við erum búnir að vera að vinna í henni alveg frá ársbyrjun í rauninni og erum komnir svolítið á leið með hana – ég held að sumarið farið svolítið í að vinna að henni. Við ætlum þá líka að nýta þessa ferð í að kynna þau lög svona sem fyrsta „build up“ að þessari plötu,“ segir Ásgeir og nú getið þið á landsbyggðinni byrjað láta ykkur hlakka til.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“