fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FókusKynning

Prima er klárt í grillsumarið: Mest selda kryddið á Íslandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. maí 2018 12:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prima er mest selda kryddið á Íslandi og grillkryddin frá Prima eiga eftir að koma við sögu í óteljandi máltíðum og grillveislum sem eru fram undan á næstu mánuðum.

Margir halda að Prima sé innflutt krydd en svo er aldeilis ekki, hér er um að ræða alíslenska framleiðslu frá hinu rótgróna fyrirtæki Vilko, sem stofnað var í Kópavogi árið 1969 en hefur allt frá árinu 1986 verið starfandi á Blönduósi. Nýlega urðu tímamót í starfseminni er Vilko flutti sig um set innan Blönduóss:

„Við fórum úr 600 fermetrum í 1.400 fermetra og við það sköpuðust nýir möguleikar,“ segir Gunnar Tryggvi Halldórsson, gæðastjóri Vilko, en framleiðsluvélar fyrirtækisins hafa verið endurnýjaðar:

„Nýja framleiðslulínan okkar er hraðvirkari og afkastameiri og gefur til dæmis möguleika á að þróa innri og ytri innsigli á umbúðum, þannig að núna getum við auk innsiglis á tappanum sjálfum haft hulsu utan um tappann á grillglösunum,“ segir Gunnar og bætir því við að Vilko hafi nú fengið lífræna vottun á framleiðslulínunni:

„Þetta gefur okkur meiri möguleika á að framleiða lífrænar vörur og við erum að vinna í því að koma frá okkur nýrri línu af Prima-kryddum sem verður að fullu lífræn.“

Nýjar hugmyndir fæðast á samfélagsmiðlunum

„Við fáum mikla svörun á samfélagsmiðlum, til dæmis eru snapparar duglegir að prófa sig áfram með vörurnar og gefa þeim umsagnir,“ segir Gunnar en þekkt dæmi eru um að nýjungar hafi orðið til í þessari gerjun hjá snöppurunum.

Eitt dæmi er notkun á Prima steikar- og grillkryddi með hvítlauk sem er mjög vinsælt í grillsósur og ídýfur. Annað skemmtilegt dæmi snertir hið þekkta Vilko vöffludeig en sú hugmynd að grilla vöfflurnar varð til á snappinu og hefur síðan orðið mjög útbreidd.

„Samfélagsmiðlarnir veita okkur gott aðhald og við tökum öllum ábendingum fagnandi. Facebook-síðan okkar er með 4.000 fylgjendur sem eru ófeimnir við að segja okkur frá því ef tilteknar vörur vantar í einhverjar búðir, hvort þeim líkar eða líkar ekki tiltekið krydd og svo framvegis. Við bregðumst vel við öllum ábendingum og Facebook-síðan er eiginlega meira þjónustuvettvangur en auglýsingatæki. Eitt afar skemmtilegt dæmi um þessa grósku er þegar við spurðum á Facebook-síðunni hvaða krydd fólk notaði á samlokur og við fengum 300 svör. Þarna fengum við 300 uppskriftir að samlokum,“ segir Gunnar.

Veljum íslenskt

Sem fyrr segir er Prima-kryddið íslensk framleiðsla frá a til ö, framleitt í fyrirtæki á landsbyggðinni, en keypt og notað um allt land. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni prima.is (eða vilko.is) og Facebook-síðunni www.facebook.com/Primakrydd/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum