fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum: Undirbúningur fyrir fjölbreytt störf í ferðaþjónustu og viðburðastjórnun

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. maí 2018 08:00

Glaðbeittir nemendur við Háskólann á Hólum. Mynd: Laufey Haraldsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum býður upp á háskólanám í ferðamálafræðum, viðburðastjórnun og stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta. Markmið námsins er að undirbúa nemendur fyrir fjölbreytt störf í ferðaþjónustu og viðburðastjórnun. Nemendur geti tekið virkan þátt í þróun ferðaþjónustu á Íslandi ásamt því að gegna stjórnunar- og ábyrgðarstörfum. Nemendur verði einnig færir um að stofna ný fyrirtæki og skipuleggja og útfæra viðburði frá upphafi til enda. Námið er því í senn hagnýtt, fræðilegt og fjölbreytt.

Mikil áhersla er lögð á verknám sem hluta af námsleiðum á grunnstigi með samstarfi við fyrirtæki í greininni víðsvegar um landið. Með markvissu skipulagi verknámsins er leitast við að tryggja nemandanum góða starfsreynslu á verknámstímanum og að fyrirtækin sjái sér einnig hag í því að taka til sín verknámsnema, sem gjarnan færir með sér nýja strauma hugmynda og þekkingar í ferðamálum. Í gegnum verknám og gestakennslu kynnast nemendur atvinnurekendum í ferðaþjónustu og skapa tengsl sem nýtast þegar komið er út í atvinnulífið að námi loknu.

Rannsóknir deildarinnar snúa að fjölbreyttum viðfangsefnum ferðamálafræða og viðburðastjórnunar. Má þar nefna efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu, upplifun ferðamanna, samfélagsleg áhrif og félagsleg þolmörk ferðaþjónustu, nýsköpun og vöruþróun, og starfsumhverfi í ferðaþjónustu og tengdum greinum.

Umhverfið á Hólum býður upp á fjölbreyttar kennsluaðferðir í útivistar-, náttúru- og menningartengdum námskeiðum. Mynd: Kári Heiðar Árnason

Í dag er boðið upp á fimm námsleiðir í Ferðamáladeild Háskólans á Hólum:

  • Diplómanám í ferðaþjónustu dreifbýlis (e. Rural Tourism) sem er eins árs nám á háskólastigi, með möguleika á að halda áfram inn á annað ár til BA gráðu í ferðamálafræðum
  • Diplóma í viðburðastjórnun (e. Event Management) sem er eins árs nám á háskólastigi. Hér er einnig möguleiki á að halda áfram í BA nám í ferðamálafræðum
  • BA nám í ferðamálafræðum (e. Tourism Studies)
  • BA nám í stjórnun ferðaþjónustu og mótttöku gesta (e. Tourism and Hospitality Management)
  • Rannsóknartengt meistaranám í ferðamálafræðum

Nánari upplýsingar á vefsvæði Háskólans á Hólum, www.holar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum