fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Vefskólinn er spennandi námsbraut innan Tækniskólans: Skapandi framhaldsnám með miklum atvinnumöguleikum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 25. maí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefskólinn er nýleg námsbraut innan Tækniskólans sem býður upp á nám sem er í senn mjög skapandi og afar hagnýtt. Jónatan Arnar Örlygsson er verkefnastjóri hjá Vefskólanum og segir hann námið bjóða upp á kunnáttu sem er mikil þörf á í atvinnulífinu:

Nemendur fá kennslu á breiðu sviði um allt sem kemur að þróun veflausna. Þeir fá kennslu í vefforritun og er áhersla lögð á framendaforritun, öllu því sem er sýnilegt notendum. Við erum t.d. með kúrsa í vefhönnun, notendaupplifun, frumkvöðlafræði og verkefnastjórnun. Allt gagnast þetta við gerð vefsíðna, vef-appa og hvers konar útgáfur af því sem við eigum í gagnvirkum tengslum við á internetinu í dag. Við útskrifum góða framendaforritara sem hafa gott auga fyrir útliti. Aðrir nemendur sérhæfa sig að námi loknu í vefhönnun.“

Námið veitir mikla atvinnumöguleika. Stúdentspróf þarf til að fá inngöngu í Vefskólann og einnig er einhver bakgrunnur í annað hvort grafískri hönnun eða forritun mikill kostur. „Almennt er góð tölvukunnátta nauðsynleg en einnig þurfa nemendur að vera mjög skapandi í náminu og hafa gott auga fyrir útliti. Mikilvægt er að lausnir sem búnar eru til á vefnum séu notendavænar og einfaldar,“ segir Jónatan.

Helstu upplýsingar um nám í Vefskólanum:

  • Vefskólinn er 2ja ára nám með sérhæfingu á viðmótsforritun. Nemendum gefst kostur á að læra m.a vefhönnun, viðmótsforritun, verkefnastjórnun og frumkvöðlafræði.
  • Námskráin var byggð upp með aðstoð atvinnulífsins með það að markmiði að kenna leikni sem er mikil eftirspurn eftir á atvinnumarkaðnum.
  • Námið er eina námið sinnar tegundar á Íslandi.
  • Vefskólinn vinnur náið með atvinnulífinu og fær fjölda gestakennara til sín.
  • Nemendur eiga þess kost að taka 3 annir til viðbótar í Copenhagen School of Design and Technology til að ljúka BA-gráðu.
  • Nemendur sem stundað hafa nám í Vefskólanum starfa nú í dag hjá mörgum af flottustu tæknifyrirtækjum landsins.
  • Námið er verkefnadrifið þar sem sköpunarkraftur einstaklingsins fær að njóta sín. Mikið er lagt upp úr hópavinnu og þjálfun í að vinna með öðrum.
  • Námið er byggt á fyrirlestrum og kennslu en mikil áhersla er lögð á verkefnavinnu og að nemendur hafi greiðan aðgang að kennurum.
  • Nemendur Vefskólans fengu tvær tilnefningar á Íslensku vefverðlaununum sem haldin var í Hörpu í janúar 2018 af Samtökum Vefiðnaðarins.

 

Nánari upplýsingar og innritun á www.tskoli.is

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum