fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum: Stóraukið aðgengi að námi

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 25. maí 2018 08:00

Í desember síðastliðnum útskrifuðust 55 nemendur úr ýmsum námsleiðum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við lærum svo lengi sem við lifum og á undanförnum áratugum hefur orðið sú bylting á afstöðu Íslendinga til náms að við sækjum okkur menntun á öllum aldri. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum – MSS – var stofnuð fyrir ríflega 20 árum og með starfsemi hennar hefur valkostum í menntunarmálum á Suðurnesjum fjölgað mikið og aðgengi almennings á svæðinu til menntunar stóraukist. Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt og námsframboðið tekið mið af þörfum viðskiptavina hverju sinni.

MSS býður uppá margvíslegar námsleiðir, starfstengdar og í almennum bóklegum greinum. Lögð er áhersla á sveigjanlegt nám þar sem nemendur geta nálgast námsefni á netinu, óháð tíma og rúmi. Undanfarin ár hefur þróun kennsluhátta tekið markvissum breytingum og í dag eru námsleiðir kenndar í dreifinámi, fjarnámi og samkvæmt hugmyndum vendináms.

Veruleikakassinn var unninn af nemendum MSS og Samvinnu sem er starfsendurhæfingardeild innan MSS en MSS fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og Samvinna 10 ára afmæli.

 

Hér gefur að líta yfirlit yfir helstu námsleiðir hjá MSS:

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám er tveggja anna nám. Námsleiðin hefur verið kennd í nokkur ár hjá MSS og miðar að því að þátttakendur útbúi viðskiptaáætlun fyrir starfandi fyrirtæki eða hugmynd að fyrirtæki.

Brúarnám er heiti náms í heilbrigðis- og menntatengdum störfum en námsleiðir í brúarnámi eru fyrir leikskólaliða, stuðningsfulltrúa og félagsliða.

Skrifstofuskólinn er sérhæft nám fyrir fólk sem hefur áhuga á að ná sér í góðan undirbúning fyrir skrifstofustörf eða hugar að frekara námi á því sviði. Að námi loknu eiga námsmenn að vera færir um að starfa á skrifstofu, hafa tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð, hafa góða innsýn í rekstur fyrirtækja og góða bókhaldsþekkingu.

Félagsmála- og tómstundabrú er góður undirbúningur fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna við, skipuleggja eða stjórna frístundastarfi hjá öllum aldurshópum. Starfsvettvangur þeirra sem ljúka félags- og tómstundanámi er einkum félagsmiðstöðvar, íþrótta- og æskulýðsfélög og önnur félagasamtök.

Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og H.R. Auk þess má meta námið sem hluta af bóklegum greinum í iðnnámi.

Skráning er hafin á allar námsleiðir MSS. Nánari upplýsingar á www.mss.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum