fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Margmiðlunarskólinn: Tæknilausnir og skapandi framsetning  

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 25. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nám í Margmiðlunarskólanum hentar þeim sem hafa áhuga á þrívíddarvinnslu, eftirvinnslu kvikmynda, tölvuleikjagerð og teiknimyndagerð. Allt þetta er hluti náms í Margmiðlunarskólanum. Í náminu er lögð mikil áhersla á hugmyndavinnu, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Skólinn leggur áherslu á að útskrifa nemendur með frjóa hugsun og vilja til að fara nýjar leiðir. Við í Margmiðlunarskólanum kennum á öll helstu forritin sem notuð eru í bransanum og leggjum áherslu á að fylgja þróun í forritum og lausnum því tengt. Skólinn er vel tengdur atvinnulífinu.

Dæmi um starfssvið nemenda sem útskrifast úr Margmiðlunarskólanum eru tæknibrellur í kvikmyndum eins og Star Wars, Infinity Wars og Guardians of the Galaxy Vol I og II. Flest leikjafyrirtæki á landinu hafa á sínum snærum útskrifaða nemendur úr Margmiðlunarskólanum, fyrirtæki eins og CCP og Sólfar.

Skólinn er vel tækjum búinn, er með green screen stúdíó, hljóðstúdíó, mocap og allskonar græjur og dót til myndatöku.

Senur úr kvikmyndunum Two Guns og Djúpinu voru líka teknar upp í green screen stúdíói skólans. Veggirnir eru í sérstökum grænum lit sem er síaður út fyrir þann bakgrunn sem leikararnir eru settir í en hann getur verið hvort sem er tölvugerður eða myndskeið.

Nám í Margmiðlunarskólanum er 2ja ára 120 eininga diplomanám. Möguleiki er á að taka viðbótarár við erlenda háskóla til BA gráðu. Skólinn er í samstarfi við skóla í Bretlandi og Kanada.

Námið er verkefnadrifið með áherslu á tæknilausnir og skapandi framsetningu.

Námið er einstaklingsmiðað en hópavinna er líka stór þáttur í því.

Þetta er heimur þar sem þróun er afskaplega hröð og krefst stöðugrar símenntunar og nemendur fá þjálfun í því að temja sér þann hugsunarhátt að halda sífellt áfram að læra.

Margmiðlunarskólinn er ein af mörgum áhugaverðum námsbrautum og skólum sem eru undir regnhlíf Tækniskólans. Skólinn á sér hins vegar dýpri rætur en hann var stofnaður fyrir síðustu aldamót og var einkaskóli fyrst um sinn. Nám í Margmiðlunarskólanum fer núna fram í gamla Sjómannaskólahúsinu, húsi Tækniskólans á Háteigsvegi.

Nánari upplýsingar um námið og umsóknir er að finna á tskoli.is og hjá Ragnhildi Guðjónsdóttur í síma 514 9601 eða í gegnum netfangið rag@tskoli.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum