fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Kynning

Fjarnám í VMA: Sveigjanleiki og gott samband við nemendur

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 25. maí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkmenntaskólinn á Akureyri leggur mikla áherslu á fjölbreytni í námsframboði sínu en við skólann er boðið upp á iðn- og tækninám ásamt hefðbundnu bóknámi til stúdentsprófs. Fjarnám er veigamikill hluti af starfsemi skólans en bæði er hægt að ljúka stúdentsprófi af bóknámsbrautum og námi til iðnmeistararéttinda í fjarnámi.

Markmið með fjarnámi er að gefa þeim kost á námi sem ekki geta stundað tiltekið nám á hefðbundinn hátt í dagskóla. Nemendur í fjarnámi geta verið dagskólanemendur í VMA eða úr öðrum framhaldsskólum eða fólk sem er úti í atvinnulífinu. Í fjarnáminu eru bæði nemendur búsettir á Akureyri og hvaðan sem er af landinu. Enn fremur eru töluvert margir nemendur sem búa erlendis. Fjarnám krefst sjálfsaga en sveigjanleiki VMA gagnvart nemendum og stuðningur skólans við hvern og einn nemanda léttir róðurinn.

„Við reynum að hafa mjög gott samband við nemendur til að sporna við brottfalli og vikulega eru ávallt einhver samskipti, til dæmis í gegnum endurgjöf á verkefnum. Svo hef ég alltaf samband við þá ef við höfum ekki heyrt í þeim lengi. Það getur verið erfitt að vera í fjarnámi en þú lætur námið síður sitja á hakanum ef kennarinn er reglulega í sambandi við þig,“ segir Katrín Harðardóttir fjarnámskennari en hún hefur stundað fjarnámskennslu í 20 ár. Hún segir að námið hafi breyst mikið á þessum tíma með aukinni tækni.

„Hér áður fyrr var þetta meira eins og bréfaskóli í tölvupóstformi en núna vinna nemendur í Moodle-umhverfinu sem gefur kost á að setja inn tengla á alls konar efni, miðla fyrirlestrum, glærum og mörgu fleiru sem veitir nemendum fjölbreyttari sýn á námið. Enn fremur geta nemendur sent inn fyrirspurnir sem við reynum ávallt að svara sem fyrst,“ segir Katrín.

Segja má með nokkurri einföldun að á meðan aðhaldið er mikilvægt fyrir yngri nemendur í fjarnámi sé sveigjanleikinn nauðsynlegur fyrir þá eldri. Er þar sérstaklega um að ræða nemendur í iðnmeistaranáminu sem oft eru í mjög krefjandi störfum meðfram náminu.

„Við erum til dæmis með sjómenn sem eru úti vikum saman, oft netsambandslausir, koma síðan í land og vinna upp nokkrar vikur í náminu. Nú eða iðnaðarmenn sem geta verið í löngum törnum, jafnvel erlendis. Ég reyni að koma til móts við þessa nemendur því þeir þurfa sveigjanleika til að geta stundað nám sitt. Þó að þessir nemendur geti dregist tímabundið aftur úr þá standa þeir sig yfirleitt vel. Þetta er oftast fullorðið fólk með ákveðin tímasett markmið sem það ætlar sér að ná.“

Nánari upplýsingar um fjarnám við VMA er að finna á vef skólans: https://www.vma.is/is/fjarnam/fjarkennslan-framvinda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum