fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Tour of Reykjavík 2018

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. maí 2018 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjólreiðakeppnin Tour of Reykjavík er haldin í þriðja sinn í ár og af því tilefni hittum við Leif Geir Hafsteinsson, sem situr í mótsstjórninni til að forvitnast um fyrirkomulagið í ár.

Keppnin verður haldin dagana 1. – 2. júní og er byggð á tveimur dagleiðum, segir Leifur Geir. Annars vegar stórbrotinni og nokkuð krefjandi 125 km leið frá miðborg Reykjavíkur á Þingvelli og til baka um Grafning og Nesjavelli sem hjóluð verður á föstudagskvöldi, og hins vegar spennandi 50 km keppni á laugardagseftirmiðdegi þar sem hjólaðir eru fjórir 12,5 km hringir á lokuðum götum miðborgar Reykjavíkur. Hægt er að taka þátt í annarri hvorri vegalengdinni eða báðum í tveggja daga keppni.

Í ár verður í fyrsta skipti boðið upp á A og B flokk í tveggja daga keppninni þar sem A flokkur er hugsaður fyrir keppnishjólreiðafólk en B flokkurinn fyrir duglega almenningshjólara sem vilja njóta þess að hjóla skemmtilegar brautir innan þessarar glæsilegu umgjarðar sem Tour of Reykjavík skapar. Við vonum að þessi nýjung verði til þess að fleiri velji sér tveggja daga keppnina og erum sérstaklega spennt að sjá sem flestar af þeim fjölmörgu stúlkum og konum sem farnar eru að stunda hjólreiðar mæta til leiks!

Einnig verður boðið upp á að hjóla skemmtilegan 2km fjölskylduhring í kringum Tjörnina þar sem sápukúlur, reykur og tónlist munu skapa skemmtilega umgjörð fyrir börnin. Foreldrar eða ömmur og afar eru hvött til að mæta með börn á aldrinum 5-12 ára og hjóla a.m.k. tvo hringi og fá í verðlaun frítt á skauta.

Annað aðalmarkmið viðburðarins er að fjölga þeim sem taka þátt í hjólreiðum hér á landi. Hefur það gengið eftir?

Það er a.m.k. óumdeilt að hjólreiðafólki fjölgar ört á Íslandi þessi árin og tilkoma Tour of Reykjavík á örugglega sinn þátt í þeirri þróun. Með því að halda keppnina í byrjun júní, þegar líkur á stilltu, björtu og fallegu sumarveðri eru hvað mestar og landinn býr sig á fullu undir Wow Cyclothon, Vätternrundan og fleira, gerum við okkur vonir um mikla og almenna þátttöku. Götulokanir, brautarvarsla, lögreglufylgd og margt annað sem snertir öryggi keppenda er svo vel til þess fallið að hvetja þá sem nýlega hafa tekið hjólabakteríuna að prófa að taka þátt í skemmtilegum almenningsviðburði þar sem umgjörð er með því besta sem gerist hér á landi.

Tour of Reykjavik er alþjóðleg keppni, finnst erlendum keppendum eftirsóknarvert að taka þátt og hvernig upplifa þeir keppnina?

Það er gaman að segja frá því að þeir erlendu keppendur sem hafa tekið þátt áður hafa verið yfir sig hrifnir og gera hvað þeir geta til að koma aftur og taka félaga sína með sér. Það er enda ekki á hverjum degi sem erlendum hjólreiðaköppum býðst að hjóla í miðnætursól í jafn stórbrotinni náttúrufegurð og Þingvellir skarta! Í ár stefnir í að erlendir keppendur verði fleiri en í fyrra og að keppni í A-flokki verði með harðasta móti. Það er því full ástæða fyrir íslenskt hjólafólk að fara að koma sér í keppnisgírinn – þið fáið líklega að spreyta ykkur á verðugum andstæðingum þetta árið!

Nú virðist vera talsverður kynjahalli í hjólreiðakeppnum á Íslandi – hvað hafið þið gert til auka þátttöku meðal kvenna?

Okkur er mikið í mun að gera Tour of Reykjavík aðgengilega fyrir bæði kynin og höfum stigið nokkur ný skref í ár að því marki. Fyrst ber að nefna að við höfum brugðist við beiðnum frá kvenkyns hjólurum og aðskilið kynin í 50 km keppninni. Í ár munu konur ræsa kl. 16:00 og karlar kl. 18:00. Þetta gerir það að verkum að það verður minni umferð í brautinni og hún öruggari að sama skapi. Í öðru lagi verður leyfilegt í B-flokki keppninnar að nýta sér kjölsog keppenda af báðum kynjum. Þetta ætti að nýtast konum sérlega vel, þar sem lítill fjöldi kvenna í keppnum hingað til hefur stundum orðið til þess að konur þurfa að hjóla einar eða í fámennum hópum langar vegalengdir.

Eitthvað að lokum?

Það er gaman að rifja upp að Tour of Reykjavík hefur aðeins verið haldið tvisvar sinnum áður, og keppnin er því enn barn að aldri. En hún er í örri þróun og mikil vinna lögð í það frá ári til árs að styrkja og efla umgjörð keppninnar með virku samtali við hjólreiðafólk. Sýn okkar er sú að keppnin muni fljótt og örugglega þróast yfir í hátíð íslensks hjólreiðafólks, viðburð þar sem öll sú fjölbreytta flóra sem nýtur hjólreiða rúllar saman niður í miðbæ Reykjavíkur á fallegum sumardegi, annað hvort til þess að taka þátt í keppninni, rúlla með börnunum nokkra skemmtihringi eða bara til að vera á staðnum og anda að sér þeim jákvæðu og góðum straumum sem fylgja vel heppnuðum almenningsviðburði.

Við hvetjum því öll hjólafélög, lið úr WOW Cyclothon og annað hjólreiðafólk til að taka sig saman og taka þátt í þessari uppbyggingu með okkur og skrá sig til leiks í 50 km, 125 km, tveggja daga keppni eða skemmtihringnum. Það verður alveg pottþétt þess virði!

Nánari upplýsingar á www.tourofreykjavik.is

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum