fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Skemmtileg nýbreytni í fjölskyldumyndatökum: Jón Páll býður upp á sumarmyndir af fjölskyldunni úti í íslenskri náttúru

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. maí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Ljósmyndarinn Jón Páll býður upp á skemmtilega nýbreytni í vor: Sumarmyndir af fjölskyldunni úti í íslenskri náttúru, til dæmis í sumarbústaðnum eða bara úti í garði. Slíka myndatöku má gjarnan tengja við viðburði á borð við fermingu, útskriftir eða afmæli – nú eða bara einfaldlega því tilefni að fagna sumrinu.

Í útimyndatökum felst til dæmis mikill fjöldi mynda til að velja úr, stækkanir, myndabók og stafrænar myndir. Þá fylgir með á tilboði í maí Sumarauki eða stækkaðar strigamyndir í fljótandi ramma sem verða mikil híbýlaprýði á veggjum heimilisins.

Nánari upplýsingar um þetta áhugaverða sumartilboð er að finna á vefsíðunni ljosmyndastofa.is undir liðnum Útimyndataka – tilboð.

Jón Páll hefur verið mjög virkur í ljósmyndun hér á landi allt frá því hann lauk námi í faginu frá Brooks Institute of Photography í Kaliforníu árið 1995. Einnig hefur hann starfað á erlendri grundu, meðal annars sem ljósmyndari í Mílanó, hjá tískukónginum Giorgio Armani.

Viðfangsefni Jóns Páls eru afar fjölbreytt, allt frá því að mynda börn og fjölskyldur upp í stórar og flóknar auglýsingamyndatökur fyrir stærstu fyrirtæki landsins. Hann hefur sérstakt lag á að mynda börn og unglinga og gerir sér far um að láta þau slaka á og líða vel því þannig fást bestu myndirnar.

„Ég legg áherslu á að fólk fái vandaðar og innbundnar myndabækur frá mér, þeir sem þess óska, en stafrænar myndir fylgja líka. Oftast eru myndirnar svo flottar og fólk svo ánægt að það vill fá sínar myndabækur og engar refjar. En stafrænar myndir fylgja líka og það er gott að eiga hvort tveggja, ekki síst þegar um er að ræða fallegar og dýrmætar myndir af fjölskyldunni úti í íslenska vorinu,“ segir Jón Páll.

Myndatökuna er hægt að panta inni á vefnum ljosmyndastofa.is eða í síma 519 9870. Tilboðin gilda til 31. maí. Nánari upplýsingar um verð og innihald eru á vefsíðunni ljosmyndastofa.is undir liðnum Útimyndataka – tilboð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum