fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
FókusKynning

Sumarnámskeið í Faxabóli: Þar sem börnin búa til skemmtilegar minningar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. maí 2018 17:00

„Börnin njóta þess að vera með hestunum og mynda strax tengsl við þá. Mörg börn sem hafa verið hjá okkur í gegnum árin muna vel eftir sínum uppáhaldshesti í Faxabóli. Í samskiptum sínum við hestana læra börnin að sýna ábyrgð og veita dýrinu umhyggju, enda er þeim kennt að umgangast hestana af væntumþykju og virðingu,“ segir Þóra Þrastardóttir, stofnandi og eigandi Reiðskólans Faxabóls í Víðidal.

Faxaból hefur starfað frá árinu 2000 en Þóra hefur stundað hestamennsku frá barnæsku og tekið virkan þátt í heimi hestamennskunnar ásamt fjölskyldu sinni.

Núna er hafin skráning á sumarnámskeiðin hjá Faxabóli en fyrsta námskeiðið hefst 11. júní og standa þau fram yfir miðjan ágúst. Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur, frá mánudegi til föstudags. Kennt er frá kl. 9-12 eða 13-16. Reiðskólinn sér um að útvega allan öryggisbúnað, reiðtygi og góða hesta. Hver nemandi fær að prófa sem flesta hesta meðan á námskeiðinu stendur til að geta öðlast meira öryggi og þekkingu í hestamennskunni. Kennslan byggist á verklegum æfingum og reiðtúrum ásamt bóklegri kennslu. Nemendur eru beðnir um taka með sér létt nesti og klæða sig eftir veðri. Nemendum er skipt í hópa eftir getu og þekkingu og fá allir kennslu við sitt hæfi. Námskeiðin eru ætluð börnum á grunnskólaaldri.

„Við leggjum áherslu á að í Faxabóli á að vera gaman og þar á öllum að líða vel. Námskeiðin einkennast því af gleði og krakkarnir eru duglegir og starfsamir. Við leggjum áherslu á að kynna nemendum okkar hestamennskuna þann tíma sem þau eru hjá okkur, kenna þeim grunntökin í reiðmennsku með því að flétta leik inn í þær æfingar sem þjálfa þau til að verða sjálfstæð í stjórnun hestsins. Sem fyrr segir leggjum við mikið upp úr vellíðan hestsins og að börnin sýni dýrunum virðingu,“ segir Þóra.

Hún segir jafnframt að mörg börn taki ástfóstri við hestamennskuna eftir að hafa kynnst henni í gegnum sitt fyrsta námskeið hjá Faxabóli og mörg börn sækja þessi námskeið ár eftir ár, sum fara að sækja líka í námskeið yfir vetrartímann og taka að gera hestamennskuna að lífsstíl: „Við í Faxabóli erum stolt af því að geta sagt að margur afburðaknapinn hefur hafið sína hestamennsku hjá okkur og meira að segja nokkur þeirra útskrifast frá Hólaskóla og starfa sem tamningamenn og reiðkennarar,“ segir Þóra.

Ítarlegar upplýsingar er að finna um námskeiðin á vefsíðunni faxabol.is og þar er jafnframt hægt að ganga frá skráningu.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Einstök upplifun í Hydra Flot Spa er uppáhaldsgjöfin í ár

Einstök upplifun í Hydra Flot Spa er uppáhaldsgjöfin í ár
Kynning
Fyrir 2 dögum

Tómstundatækin í Ping Pong eru frábærar jólagjafir

Tómstundatækin í Ping Pong eru frábærar jólagjafir
Kynning
Fyrir 3 dögum

Hversu snöggur er sprækasti 3cl bíll sem Gæi hefur kynnst upp í hundraðið?

Hversu snöggur er sprækasti 3cl bíll sem Gæi hefur kynnst upp í hundraðið?
Kynning
Fyrir 3 dögum

Forritar bíllykilinn til að stilla hversu hratt hver og einn má aka – þvílík snilld!!!

Forritar bíllykilinn til að stilla hversu hratt hver og einn má aka – þvílík snilld!!!
Kynning
Fyrir 4 dögum

Bíóhornið: Allir geta verið Spider-Man – en hver er bestur?

Bíóhornið: Allir geta verið Spider-Man – en hver er bestur?
Kynning
Fyrir 4 dögum

Snarlúkkar þessi kerra!

Snarlúkkar þessi kerra!
Kynning
Fyrir 5 dögum

Heimilislíf: Tyrknesk handklæði og fleiri eðalvörur

Heimilislíf: Tyrknesk handklæði og fleiri eðalvörur
Kynning
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldan sameinast yfir hljóðbókum

Fjölskyldan sameinast yfir hljóðbókum