fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
FókusKynning

Sumarnámskeið Skautafélags Reykjavíkur: Gleðin ríkir í Skautahöllinni í Laugardal í sumar!

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 19. maí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að listskautar falli undir vetraríþrótt er ekki svo að skautar séu ekki stundaðir árið um kring, en í sumar er boðið upp á sumarskautaskóla fyrir krakka á aldrinum  4–11 ára.   Sumarskautaskólinn er leikjanámskeið  og er áhersla á að ná grunnfærni á ísnum á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt, unnið er í gegnum leik bæði á svellinu og utan þess.

Í Skautahöllinni í Laugardal æfa að jafnaði um 280 krakkar á öllum aldri listhlaup á skautum. Yngsti iðkandinn í vetur var ekki nema 3 ára og sá elsti á miðjum aldri, það er nefnilega aldrei of seint að byrja að skauta.

Hjá Skautafélgaginu eru skautarar sem eru rétt að stíga sín fyrstu spor á ísnum og iðkendur sem eru komnir svo langt að vera að keppa með landsliðinu og þar með fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum skautamótum, en iðkendum er skipt í hópa eftir getu og má finna hóp við hæfi fyrir alla.

Afreksskautarar félagsins æfa um það bil 10 sinnum í viku á ísnum, en auk þess mæta skautarar líka í þrekæfingar og dans svo eitthvað sé nefnt. Suma daga er bæði æft fyrir og eftir skóla. Þeir iðkendur eiga það allir sameiginlegt að vera mjög metnaðarfullir, stefna langt í sinni íþrótt og elska að skauta. Skautararnir okkar hafa náð mjög góðum árangri á erlendum mótum og stefnan er sett á að innan fárra ára eigi Ísland fulltrúa á heimsmeistaramóti unglinga.

Gleðin ríkir svo sannarlega í sumarsólinni og kuldanum í Skautahöllinni í Laugardal!

Nánari upplýsingar á http://fristund.is/namskeid/skautanamskeid

Skráning fer fram á skautafelag.felog.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum